Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Tilnefningar til Embluverðlaunanna komnar fram
Fréttir 11. maí 2017

Tilnefningar til Embluverðlaunanna komnar fram

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Dómnefnd hefur tilnefnt fulltrúa frá Íslandi til Embluverðlaunanna sem verða veitt í Kaupmannahöfn 24. ágúst á sama tíma og ein stærsta matarhátíð Norðurlandanna fer fram þar í borg, Copenhagen Cooking.
 
Embla er heitið á norrænum matarverðlaunum sem öll bændasamtök á Norðurlöndunum standa að í samvinnu við norrænu ráðherranefndina.
 
Alls eru sjö verðlaunaflokkar en þeir eru ásamt tilnefndum fulltrúum frá Íslandi:
 
Hráefnisframleiðandi
Friðheimar. Tómataframleiðsla, veitingastaður og ferðaþjónusta. Vefsíða: www.fridheimar.is
 
Matur fyrir marga
Eldum rétt. Heimsending á uppskriftum og hráefni til eldunar. Vefsíða: www.eldumrett.is
 
Matur fyrir börn og ungmenni
Vakandi – Rakel Garðarsdóttir og Hrefna Rós Sætran fyrir barnamat sem unninn er úr íslenskum hráefnum. Vefsíða: www.vakandi.is
 
Matarfrumkvöðull
Pure Natura ehf. – Framleiðsla á bætiefnum úr íslenskum hráefnum; innmat og villtum jurtum. Vefsíða: www.purenatura.is
 
Matvælaiðnaðarmaður
Saltverk. Saltframleiðsla á Reykjanesi á Vestfjörðum sem nýtir jarðhita og fornar vinnsluaðferðir. Vefsíða: www.saltverk.is
 
Mataráfangastaður
Siglufjörður. Gamli síldarbærinn byggir á sögu og tengir hana við vandaða afþreyingu og fjölbreytta matsölustaði. Vefsíða: www.visittrollaskagi.is og www.sild.is
 
Kynningarherferð / Matarblaðamennska
Icelandic Lamb. Markaðsfærsla og vörumerkjaþróun á afurðum íslensku sauðkindarinnar. Vefsíða: www.icelandiclamb.is
 
Í dómnefndinni sitja þau Guðrún Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti, Bjarni Gunnar Kristinsson, matreiðslumeistari í Hörpu og Brynja Laxdal, verkefnastjóri hjá Matarauði Íslands.
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...