Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hallormsstaðaskóli í Hallormsstaðaskógi er að hefja sitt 92. starfsár.
Hallormsstaðaskóli í Hallormsstaðaskógi er að hefja sitt 92. starfsár.
Mynd / Hallormsstaðaskóli
Fréttir 19. september 2022

Tilraunaeldhús fyrir matarfrumkvöðla

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hallormsstaðaskóli er nú að hefja sitt 92. starfsár. Árið 2017 var farið að undirbúa áherslubreytingar í skólastarfinu með það fyrir augum að færa námið meira í átt til nútímans.

Á haustönn 2019 var í fyrsta skiptið boðið upp á þá þverfaglegu námsleið sem síðan hefur verið í boði, en það heitir Sjálfbærni og sköpun og er 60 eininga nám með áherslu á sjálfbærniþekkingu, vistkerfisvitund, siðferði náttúrunytja og að nemendur tileinki sér skapandi og gagnrýna hugsun.

Bryndís Fiona Ford skólameistari.

Á síðasta ári bættist Tilrauneldhús við námsmöguleika skólans þar sem boðið er upp á ýmis matartengd námskeið auk þess sem matarfrumkvöðlum er boðið að nýta aðstöðuna til vöruþróunar. Nú auglýsir skólinn eftir nemendum og háskólum til þátttöku í tilraunaverkefni sem snýr að mótun þverfaglegs framhaldsnáms sem væri unnið í samstarfi við viðurkennda háskóla.

„Ég hef verið skólameistari hér frá árinu 2014,“ segir Bryndís Fiona Ford.

„Breytingar árið 2019 voru í raun þríþættar; inntökuskilyrðin nú eru sambærileg á við háskóla, áherslur í náminu voru uppfærðar í samræmi við kröfur nútímans auk þess sem námið var lengt í heilt ár og er það á fjórða hæfnisþrepi. Námið byggir á hugtökunum „sjálfbærni“ og „sköpun“ í gegnum handverk og viðurkenndar vinnsluaðferðir auk þess að vinna með auðlindir og hráefni á sjálfbæran hátt. Þetta er svo tengt akademískum fræðum. Eftir þessar áherslubreytingar fáum við marga sérfræðinga til liðs við okkur til að kenna á tilteknum sérsviðum,“ segir Bryndís.

Skólastarfið verið áskorun frá 2019

Að sögn Bryndísar hefur rekstur skólans verið áskorun frá því að þessar breytingar voru gerðar árið 2019.

„Við vorum auðvitað að kynna nýjar áherslur og svo skellur heimsfaraldurinn á, en hann hefur haft afgerandi áhrif á skólastarfið á þessum tveimur árum. Við verðum vör við mikinn áhuga fólks á náminu og aðsóknin með ágætum – en að sjálfsögðu viljum við að fleiri nemendur fái að njóta þess að dvelja í skóginum. Þróunin hefur verið sú að þeir sem hafa sýnt náminu okkar mestan áhuga eru þeir sem hafa lokið grunnnámi á háskólastigi eða búa að reynslu. Þess vegna viljum við þróa námið í átt að því að nemendur geti lokið því með einhvers konar diplóma-gráðu eða sem hluta af framhaldsnámi og því setjum við þetta tilraunaverkefni á fót.“

Liður í verkefninu er að Hallormsstaðaskóli býður einstaklingum sem hafa lokið grunnnámi, eru byrjaðir í framhaldsnámi eða vinna að eigin rannsóknum, að sækja um þátttöku. Hallormsstaðaskóli veitir viðkomandi vinnuaðstöðu, aðgang að vinnustofum sérfræðinga og niðurfelld skólagjöld gegn virkri þátttöku og viðveru.

„Þátttakendur fá tækifæri til að nýta aðstöðu skólans til að vinna að lokaverkefni eða rannsókn ásamt því að geta tekið þátt í vinnustofum með sérfræðingum,“ segir Bryndís.

Tilraunaeldhús Hallormsstaðaskóla

Þar sem vottað eldhús skólans er ekki í stöðugri notkun var það að sögn Bryndísar í anda sjálfbærnihugsjónar skólans að bjóða frumkvöðlum að nýta aðstöðuna til vöruþróunar. „Tilraunaeldhús skólans er vel tækjum búið og býður upp á góða vinnuaðstöðu ásamt ráðgjöf. Nýjasta tækið er frostþurrkunartæki sem opnar á fjölbreyttari nýtingarmöguleika hráefna. Miðað við hvað mikið er flutt inn af matvælum erlendis frá – eins og frosnar samlokur frá Litháen til norskra klaka í búðum – þá þurfum við að hafa þann metnað að sækja ekki til annarra það sem við getum veitt okkur sjálf. En oft er skýringin sú að dýrara er að framleiða þetta hér heima. Með því að bjóða upp á fjölbreytt námskeið í Tilraunaeldhúsi skólans eykst þekking á nýtingarmöguleikum staðbundinna hráefna og hvaða tækifæri liggja í auðlindum landsins. Nú er til að mynda nýlokið sveppatínslu- og greiningarnámskeiði með dr. Guðríði Gyðu Eyjólfsdóttur, sveppafræðingi á Náttúrufræðistofnun Íslands, þar sem farið var yfir þær sveppategundir sem hægt er að nota í matargerð.“

Tækifærin í skóginum

Bryndís segir að Hallormsstaðaskóli sjái nú afurðir frumkvöðla dafna úr verkefnavinnu skólans eftir að nám í Sjálfbærni og sköpun hófst árið 2019. „Námið opnar nýjar leiðir til faglegrar þróunar, nemendur bæta við þekkingu, sumir hafa stofnað fyrirtæki og aðrir unnið afurðir úr fjölbreyttu hráefni með nýjum og gömlum aðferðum. Við leggjum mikið upp úr því að opna fyrir möguleikana á vannýttu hráefni og styðja við framleiðslu í nærumhverfinu.

Sem dæmi má nefna fyrirtæki eins og Sauðagull, sem framleiðir vörur úr sauðamjólk, og Könglar, sem framleiða íslenska gosdrykki úr staðbundnu hráefni í Fljótsdal, eru komin með vörur sínar í sölu. Einnig má nefna Charma, sem framleiðir jurtalitaðar silkislæður og skartgripi úr íslenskum steinum, og verkefnið Heilnæm hljóðvist, þar sem annars flokks ull er notuð til að skapa betri hljóðvist. Verkefnið var einmitt tilnefnt til verðlauna í Ullarþoni.

Langspil hefur verið smíðað hér úr timbri skógarins og hreindýrabeinum sem voru límd saman með heimagerðu lími, hér hafa skinn verið sútuð og sápur þróaðar. Iðnaðarhampur er nýlegt hráefni og fá nemendur að kynnast nýtingarmöguleikum hans allt frá snyrtivöruframleiðslu í rafhlöðugerð.

En dýrmætasti sprotinn okkar er án efa þegar nemendur okkar finna ástina og stofna til fjölskyldu,“ segir Bryndís.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...