Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Töluverð framleiðsluaukning í alifugla- og nautgripakjöti
Mynd / smh
Fréttir 25. október 2017

Töluverð framleiðsluaukning í alifugla- og nautgripakjöti

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Þótt vertíðin standi nú sem hæst í sauðfjárslátrun í kjölfar smölunar er ekki eins árstíðabundin slátrun annarra búfjártegunda.  
 
Framleiðsla og sala á alifuglakjöti heldur áfram að aukast. Þannig voru framleidd rúmlega 9.575 tonn af alifuglakjöti á síðustu 12 mánuðum sem er 9,3% aukning milli ára. 
 
Veruleg aukning er á framleiðslu kjúklinga í 1. flokk, eða sem nemur 13,4%. Nam 12 mánaða framleiðslan tæplega 8.943 tonnum framleiðslan á síðasta ársfjórðungi var tæplega 2.352 tonn. Aftur á móti var 40,2% samdráttur í framleiðslu á annars flokks kjúklingakjöti sem var reyndar ekki nema 3,2% af heildinni, eða tæp 310 tonn. 
 
Á síðustu 12 mánuðum voru framleidd nærri 71,5 tonn af holdahænum sem er 14,7% samdráttur milli ára. 
 
Kalkúnaframleiðslan nam rúmlega 251 tonni sem er 6,8% samdráttur milli ára. 
 
Aukin sala alifuglakjöti
 
Sala á innlendu alifuglakjöti jókst á síðustu 12 mánuðum um 5% frá fyrra ári. Er öll aukningin og ríflega það vegna sölu á 1. flokks kjúklingakjöti því samdráttur varð í sölu annarra flokka alifuglakjöts.   
 
Birgðir alifuglakjöts í lok september námu tæpum 670 tonnum og var þar eingöngu um birgðir af kjúklingakjöti að ræða. Var birgðastaðan 51,5% meiri en í sama mánuði í fyrra.
 
Framleiðsluaukning á nautakjöti
 
Í framleiðslu á nautgripakjöti, sem eru ungneyti, kýr, ungkýr, naut, ungkálfar og alikálfar, hafa verið framleidd rúmlega 4.593 tonn á 12 mánaða tímabili og hefur verið 5,2% aukning á milli ára. Á síðasta ársfjórðungi nam aukningin 0,9 % en samdráttur varð í september upp á 5,1% miðað við sama tíma í fyrra. Nú voru framleidd rúmlega 372 tonn af nautgripakjöti í september. 
 
Um 4,5% aukning hefur verið á sölu afurðastöðva á nautgripakjöti á 12 mánaða tímabili miðað við árið á undan. Nam salan tæplega 4.574 tonnum og voru birgðir í byrjun september óverulegar eða tæplega 18 tonn og voru þær nærri 25% minni en á sama tíma á síðasta ári. Miðað við síðustu 12 mánuði voru birgðirnar 3% minni en 12 mánuði þar á undan. Birgðastaðan í lok september var aftur á móti um 28 tonn. 
 
Samdráttur í svínakjötsframleiðslu 
 
Framleiðsla á svínakjöti hefur dregist saman um 2% á tólf mánaða tímabili og sala frá afurðastöðvum um 3%. 
 
Svínakjötsframleiðslan síðustu 12 mánuði var rúmlega 6.147 tonn sem er eins og fyrr sagði 2% minni framleiðsla en 12 mánuði þar á undan. Salan var aðeins meiri á þessum 12 mánuðum eða tæplega 6.152 tonn sem er samt 3% minni sala en árið á undan. 
 
Svínabændur í erfiðri samkeppnisstöðu 
 
Svínabændur hafa kvartað undan stöðugt auknum innflutningi á svínakjöti á undanförnum árum sem íslensku svínabúin eiga erfitt með að keppa við. Erlendis sé verið að framleiða kjötið með aðferðum sem ekki þykja boðlegar á Íslandi. Viðvörunarorð lækna á Landspítalanum sem vara við þeirri ógn sem fólki stafar af mikilli sýklalyfjanotkun í landbúnaði víða um heim virðast þar litlu skipta. Einnig þótt staðfest sé að lyfjanotkun íslensku svínabúanna sé ekki nema brot af því sem þekkist í þeim löndum sem verið er að flytja kjöt til Íslands. 
 
Framleidd voru 499,2 tonn af svínakjöti í september, en 96% af því var grísakjöt. Salan í september var nánast sú sama, eða einungis 20 kg minni. 
 
Samkvæmt tölum Búnaðarstofu hefur verið verulega mikið minna slátrað af göltum á undanförnu ári en árið á undan. Er samdrátturinn 64,8%. Í síðasta mánuði var engum gelti slátrað en galtakjötsframleiðslan á síðasta ársfjórðungi nam einungis 193 kílóum og samdráttur frá sama tímabili í fyrra var 91,9%. 
 
Á síðasta ársfjórðungi voru framleidd tæplega 57 tonn af gyltukjöti, en 12 mánaða slátrunin á gyltum gaf rúmlega 206 tonn sem er 2,1% aukning milli ára.
 
Engar birgðir voru til af íslensku svínakjöti hjá sláturleyfishöfum í lok september, en þær voru 40 tonn í upphafi mánaðarins. 
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...