Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi á Straumi í Hróarstungu, var kjörinn nýr formaður Landssamtaka sauðfjárbænda (LS). Kosið var á milli þriggja frambjóðenda á aðalfundi LS. Í framboði voru auk Guðfinnu Hörpu þeir Trausti Hjálmarsson, bóndi í Austurhlíð 2, o
Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi á Straumi í Hróarstungu, var kjörinn nýr formaður Landssamtaka sauðfjárbænda (LS). Kosið var á milli þriggja frambjóðenda á aðalfundi LS. Í framboði voru auk Guðfinnu Hörpu þeir Trausti Hjálmarsson, bóndi í Austurhlíð 2, o
Mynd / smh
Fréttir 11. apríl 2019

Trúir því að hægt sé að styrkja rekstrargrundvöll sauðfjárbúa

Höfundur: smh

Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi á Straumi í Hróarstungu, var kjörinn nýr formaður Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) á aðalfundi samtakanna á Hótel Sögu á föstudaginn. 

Kosið var á milli þriggja frambjóðenda í fyrstu umferð; þeirra Trausta Hjálmarssonar, bónda í Austurhlíð 2, og Sigurðar Þórs Guðmundssonar í Holti, auk Guðfinnu Hörpu. 

Í seinni umferð var kosið á milli þeirra Guðfinnu Hörpu og Sigurðar Þórs þar sem þau hlutu flest atkvæði í fyrstu umferð og hlaut Guðfinna þá 23 atkvæði en Sigurður 15 og einn skilaði auðu.

Jákvæð merki á mörkuðum

Guðfinna Harpa starfar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og hefur áður starfað hjá Búnaðarsambandi Austurlands. Hún segir að í stuttu máli sé það hennar skoðun að jákvæð merki séu varðandi horfur á lambakjötsmörkuðum og þar af leiðandi verð til bænda en staðan sé þó enn þá mjög viðkvæm. „Allir þeir sem þar koma að þurfa því áfram að vanda til verka þannig að vel takist til. Þegar bilið á milli afurðaverðs og framleiðslukostnaðar verður svo mikið sem það hefur verið undanfarin haust er mjög mikilvægt að ná kröftugum viðsnúningi þannig að hægt sé að styrkja á ný rekstrargrundvöll búanna. Ég trúi því að það takist þar sem við sauðfjárbændur framleiðum frábært hráefni, spennandi markaðsverkefni eru í gangi og þrýstingur vegna framleiðslumagns fer minnkandi.“

Fyrirliggjandi stór verkefni

„Fyrst mun ég þurfa að setja mig hratt inn í hin ýmsu verkefni samtakanna þar sem ég hef ekki áður setið í stjórn en þar er ég heppin að hafa öfluga stjórnarmenn og framkvæmdastjóra mér innan handar,“ segir Guðfinna Harpa um sín fyrstu verk í embætti. „Fyrir liggja stór verkefni og má sem dæmi nefna áframhaldandi átak í markaðsmálum sauðfjárræktarinnar, endurskoðun rammasamnings um almenn skilyrði landbúnaðar, verkefni tengd umhverfismálum svo sem kolefnisjöfnun greinarinnar og efling grasrótar landssamtakanna.“

Nýja stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda skipa auk Guð-finnu Hörpu þeir Gunnar Þórarinsson, Þóroddsstöðum, Böðvar Baldursson, Ysta-Hvammi, Trausti Hjálmarsson, Austurhlíð 2 og Einar Guðmann Örnólfsson, Sigmundarstöðum, sem kemur nýr inn í stjórn í stað Þórhildar Þorsteinsdóttur, Brekku.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...