Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tryggja þarf nýliðun
Fréttir 8. september 2022

Tryggja þarf nýliðun

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fæðuöryggi Íslendinga byggist á því að ungt fólk vilji leggja fyrir sig búskap og bújarðir haldist í byggð.

Meðalaldur starfandi bænda er rétt undir 60 árum og erfitt fyrir ungt fólk að taka við keflinu. Lág afkoma og hár stofnkostnaður verður til þess að fólk leitar í önnur störf. Þrúgandi skattbyrði við sölu á bújörðum verður til þess að framleiðsluréttur og búpeningur er seldur í burtu.

Á jörðum þar sem búskapur hefur verið felldur niður er ólíklegt að nýir aðilar endurreisi matvælaframleiðslu vegna kostnaðar.

„Það hefur alltaf verið þannig og mun verða þannig um ókomin ár að fólk þarf að borða.

Hverri þjóð er mikilvægt að framleiða sín matvæli því það er ekki forgangur neinnar þjóðar að flytja út matvæli þegar kreppir að,“ segir Steinþór Logi Arnarson, formaður Samtaka ungra bænda. Það er undir stjórnvöldum komið hvort hlúa eigi að ungu fólki sem vill stunda búskap. Ekki dugar að lækka þröskuldinn við að kaupa bújarðir, heldur þurfa tekjumöguleikar og félagslegt umhverfi að vera eftirsóknarvert.

Íslendingar þurfa að hafa aðgang að hollum og góðum matvælum sem framleidd eru í nálægð við neytendur. Innlenda landbúnaðarframleiðslu er ekki hægt að reisa við á einni nóttu ef kreppir að. Því er nauðsynlegt að greinin standi alltaf á traustum grunni.

– Sjá nánar á bls. 20–21. í Bændablaðinu sem kom út í dag

Skylt efni: nýliðun

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...