Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Afkoma kjötvinnslunnar Esju gæðafæði hefur aldrei verið betri.
Afkoma kjötvinnslunnar Esju gæðafæði hefur aldrei verið betri.
Mynd / David Foodphototasty
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Hagnaður fyrirtækisins var 290 milljónir króna í fyrra, samanborið við tæpar 146 milljónir króna árið 2022 og hefur afkoma þess aldrei verið betri. Tekjur ársins 2023 námu 5,5 milljörðum króna og jukust um 1,2 milljarða milli ára.

Samkvæmt ársreikningnum var kostnaðarverð seldra vara um 3,9 milljarðar króna en var tæplega 3,2 milljarðar árið áður. Eigið fé félagsins hefur einnig aukist töluvert, nam í árslok um 765 milljónir króna en var tæp 473 milljónir í árslok 2022.

Aukin umsvif

Í skýrslu ársreikningsins segir að umsvif fyrirtækisins hafi aukist samanborið við fyrra ár en starfsmannafjöldi var sambærilegur milli ára þó samsetning starfsmanna sé fjölbreyttari. Í lok árs störfuðu 66 starfsmenn þar í 74 stöðugildum. Fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu hafi haft jákvæð áhrif á reksturinn en jarðhræringar á Reykjanesi og áhrif þeirra á ferðaþjónustu hafi sett strik í reikninginn í lok árs.

Esja gæðafæði á rætur sínar að rekja til kjötvinnslu Sigurðar sem tók til starfa árið 1989 samkvæmt vef fyrirtækisins en hefur verið rekið undir núverandi heiti frá ársbyrjun 2011. Fyrirtækið er hluti af samstæðu Kaupfélags Skagfirðinga og er staðsett í Bitruhálsi í Reykjavík. Starfsemi félagsins felst í rekstri alhliða kjötvinnslu og framleiðslu á tilbúnum réttum samkvæmt ársreikningi. Framkvæmdastjóri þess er Hinrik Ingi Guðbjargarson.

Mikil eftirspurn

Í ársreikningnum er sagt að rekstrarhorfur ársins 2024 séu góðar og eftirspurn eftir vörum félagsins sé mikil. „Fyrirtækið er bæði á smásölumarkaði og stóreldhúsmarkaði og þessar tvær stoðir félagsins stuðla að dreifðri áhættu og renna styrkjum stoðum undir reksturinn.“

Árið 2023 ályktaði aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga að félagið og dótturfélög ættu ekki að flytja inn landbúnaðarvörur. Esja gæðafæði hafði þá um árabil tekið þátt í tilboðsmarkaði á tollkvótum á landbúnaðarafurðum en hætti því. Fyrirtækið vinnur þó enn vörur úr innlendu og erlendu kjöti og hefur innflutningsfyrirtækið Háihólmi verið nefnt sem mögulegur milliliður fyrirtækisins í innflutningi á kjöti. Árið 2024 færðist rekstur Sláturhússins á Hellu undir kennitölu Esju gæðafæðis.

Strandirnar standa sterkari eftir
Fréttir 27. mars 2025

Strandirnar standa sterkari eftir

Strandamenn hafa staðið í átaki til að stöðva fólksfækkun og efla innviði og atv...

Íslenskar paprikur árið um kring
Fréttir 27. mars 2025

Íslenskar paprikur árið um kring

Sölufélag garðyrkjumanna fékk nýverið 13,5 milljóna króna styrk vegna rannsókna ...

Brugðist við áfellisdómi
Fréttir 27. mars 2025

Brugðist við áfellisdómi

Matvælastofnun hefur brugðist við niðurstöðum stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoð...

Fjölmennum eigendahópum fjölgar
Fréttir 26. mars 2025

Fjölmennum eigendahópum fjölgar

Undanfarin ár hefur orðið veruleg fjölgun jarða í fjölmennri sameign. Sé miðað v...

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.