Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vísindamennirnir spá verulegum vatnsskorti á Amasón-svæðinu, í Suður-Afríku, á Miðjarðarhafssvæðinu og í ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna.
Vísindamennirnir spá verulegum vatnsskorti á Amasón-svæðinu, í Suður-Afríku, á Miðjarðarhafssvæðinu og í ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna.
Fréttir 5. febrúar 2021

Tvöfalt fleiri geta orðið þurrkum að bráð á næstu áratugum

Höfundur: ehg

Vísindamenn spá því að tvöfalt fleiri en í dag geti orðið miklum þurrkum að bráð fyrir árið 2100, en tveir þriðjuhlutar af landsvæði heimsins mun, ef þróunin heldur áfram á sama veg, hafa minni aðgang að fersku vatni.

Í tímaritinu Nature Climate Change birtist nýverið grein eftir vísindamenn um málefnið þar sem loftslagsbreytingum er að mestu kennt um. Þrátt fyrir að minnkun verði í losun á gróðurhúsalofttegundum þá er því spáð að hlutfall landsvæða sem muni verða þurrkum að bráð aukist úr þremur prósentum í sjö. Það þýðir að fjöldi fólks sem verður fyrir barðinu eykst úr 230 milljónum í 500 milljónir manna. Vísindamennirnir spá verulegum vatnsskorti á Amasón-svæðinu, í Suður-Afríku, á Miðjarðarhafssvæðinu og í ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna.

Loftslagsbreytingum að hluta kennt um

Samkvæmt rannsókninni er því spáð, að ef ekki næst að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að einn af hverjum tólf jarðarbúum muni lifa við alvarlegan vatnsskort á hverju ári til ársins 2100. Á síðustu öld voru sambærilegar tölur einn á móti 33. Þessari þróun er loftslagsbreytingunum að mestu kennt um en ekki auðlindastjórnun eins og áveitum og dælingu á grunnvatni.

Jarðarbúar hafa lent í slæmum þurrkatímabilum löngu áður en losun gróðurhúsalofttegunda vegna notkunar á jarðefnaeldsneyti leiddi til hnatthlýnunar. En gögn, sem hefur verið safnað frá jörðinni og gervitunglum, sýna svart á hvítu að loftslagsbreytingarnar auka lengd þess og styrk. Mögulegar afleiðingar þessa urðu síðan augljósar þegar vatnsgeymslur í höfuðborg Suður-Afríku, Cape Town, þornuðu upp árið 2018 eftir þurrkatímabil til margra ára. Vatnsgeymslan sá 3,7 milljónum íbúa fyrir vatnsbirgðum.

Hnatthlýnun hingað til, sem er aðeins yfir einni gráðu síðan um miðja 19. öld, hefur þrefaldað líkur á sambærilegum þurrkatímabilum. Ef hitastig heldur áfram að hækka um tvær gráður þrefaldast áhættan til viðbótar. Mexíkóborg á í vandræðum með vatn og Kalifornía, sem er fjölmennasta ríki Bandaríkjanna, hefur átt í erfiðleikum með skort á regnvatni síðustu áratugi. Það er mikið áhyggjuefni vísindamannanna að mörg svæði heimsins muni á komandi árum standa frammi fyrir alvarlegum vatnsskorti.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...