Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Um 2.000 risahvannir innan bæjarmarka Akureyrar
Fréttir 27. júlí 2015

Um 2.000 risahvannir innan bæjarmarka Akureyrar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lokið við að kortleggja útbreiðslu risahvanna innan bæjarmarka Akureyrar. Að minnsta kosti 2000 plöntur fundust á um 450 stöðum.
 
Á Akureyri var gerð ítarleg leit að tegundum risahvanna og GPS-hnit allra fundarstaða skráð. Í ljós kom að risahvannir eru afar algengar í bænum, ekki aðeins í görðum þar sem þær hafa verið ræktaðar sem skrautplöntur, heldur eru þær víða utan þeirra. Fundarstaðirnir skiptu hundruðum og er talið að um fleiri en 2000 plöntur sé að ræða. Þannig hefur þessum ágengu plöntum tekist ágætlega að dreifa sér og vaxa upp, einkum á þéttbýlum svæðum. Á mörgum stöðum eru plönturnar vel þroskaðar og mynda þær þúsundir fræja árlega. Það stuðlar að aukinni og hraðari dreifingu tegundanna.
 
Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands, þar sem þetta kemur fram, segir að risahvannir séu hættulegar vegna eitraðs safa þeirra sem getur valdið alvarlegum bruna á húð. Plönturnar eru sérstaklega hættulegar á heitum, sólríkum sumardögum þar sem sólarljósið veldur efnabreytingu í safa plantnanna sem veldur bruna. 

Skylt efni: risahvönn

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...