Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Í stórum verslunum hafa framleiðendur ekki sömu möguleika eins og á svæðisbundnum mörkuðum til að ná samtali við viðskiptavininn og sjá hvernig þeir bregðast við og því hafa umbúðir varanna oft á tíðum úrslitaáhrif um val þeirra á vörunni.
Í stórum verslunum hafa framleiðendur ekki sömu möguleika eins og á svæðisbundnum mörkuðum til að ná samtali við viðskiptavininn og sjá hvernig þeir bregðast við og því hafa umbúðir varanna oft á tíðum úrslitaáhrif um val þeirra á vörunni.
Mynd / Food Engineering
Fréttir 21. september 2020

Umbúðirnar skeri sig úr fjöldanum

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Rannsóknir sýna að neytendur nota mjög lítinn tíma í að gera upp hug sinn um þá vöru sem þeir versla og því er gríðarlega mikilvægt að hugsanlegir viðskiptavinir fái jákvæða upplifun af umbúðum vara þegar þeir sjá þær fyrst. Hér er því mikilvægt að styðjast við skynjunarmarkaðssetningu til að ná viðskiptavinum á sitt band.

Margir smáir og meðalstórir matvælaframleiðendur bjóða viðskiptavinum upp á að bragða á vörum sínum og tala við viðskiptavini til að ná góðu samtali við þá hvort sem er heima á hlaði eða á mörkuðum.

Margir upplifa að þeir nái í dygga viðskiptavini á þennan hátt. Hjá mörgum eykst framleiðslan í kjölfarið og nýir útsölustaðir eru fundnir til að ná inn nýjum viðskiptavinum. Þá er mikilvægt að beita fyrir sig skynjunarmarkaðssetningu. Það fjallar um hvernig skynfæri okkar eru örvuð og hvernig það hefur áhrif á tilfinningu okkar eða hegðun sem gerist jafnan ósjálfrátt og hvernig hægt er að nýta þá kunnáttu markvisst til að markaðssetja vöru eða þjónustu.

Í stórum verslunum hafa framleiðendur ekki sömu möguleika eins og á svæðisbundnum mörkuðum til að ná samtali við viðskiptavininn og sjá hvernig þeir bregðast við og því hafa umbúðir varanna oft á tíðum úrslitaáhrif um val þeirra á vörunni.

 

Umbúðir verða sýningarglugginn
Það er að mörgu að huga við góða og grípandi hönnun umbúða sem þarf jafnframt að innihalda upplýsingar um framleiðanda, vöru og eiginleika hennar. Því er mikilvægt að umbúðirnar sýni viðskiptavininum að um er að ræða gæðavöru sem er peninganna virði.

Rannsóknir sýna að neytendur færa skynjun sína á umbúðum til innihaldsins. Umbúðirnar verða að vera hagnýtar og í réttri stærð fyrir innihaldið. Ef umbúðirnar eru óhagkvæmar eru allar líkur á að neytandinn verði pirraður á því og gangi framhjá vörunni.

Mismunandi umbúðir veita ólíka upplifun hjá notendum vörunnar. Þannig fær fólk þá tilfinningu að vörur í glerílátum hafi meiri gæði heldur en í plastumbúðum og notkun á litum eru merki um mismunandi þætti. Dökkir litir, eins og blátt og svart tengir fólk til dæmis við meiri gæði en aðrir litir. Það sama á við um mattan og þykkan pappa sem er meiri gæðastimpill í hugum fólks heldur en glansandi þynnri útgáfa af sömu umbúðum.

 

Samband við viðskiptavininn
Það er mikilvægt fyrir framleiðendur að skera sig úr í fjöldanum og þar er ekki nóg að hafa fína hönnun því mikilvægt er að vera trúverðugur í samskiptum. Á umbúðunum verður því að miðla upplýsingum til að byggja upp samband við viðskiptavininn. Þá er mikilvægt að hafa spurningar í huga eins og af hverju eiga nýir viðskiptavinir að kaupa vöruna mína? Hvað er það sem gerir vörurnar mínar einstakar? Með þessu óskar framleiðandinn eftir að skapa traust og góða heildarskynjun á vörunni og framleiðandanum. Hér eru því margir þættir mikilvægir eins og tegund umbúða, val á efni, texti, stærð, gerð leturs, hönnun, litir og merki vörunnar.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...