Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hross og bifreiðar á Þjóðvegi 1 eiga tæpast samleið.
Hross og bifreiðar á Þjóðvegi 1 eiga tæpast samleið.
Mynd / HLJ
Fréttir 17. ágúst 2016

Umferð á flestum þjóðvegum komin yfir þolmörk

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Eftir að hafa ferðast mikið í sumar get ég ekki stillt mig um að nefna örlítið sýn mína á slæmt ástand vega. Sé þjóðvegur númer 1 tekinn út úr er vegurinn löngu kominn yfir þolmörk. Sérstaklega er þetta slæmt á Suðurlandi milli Reykjavíkur og Hornafjarðar. 
 
Með svona mikinn umferðarþunga sem þessi hluti má þola daglega er ekki hægt annað en að þakka fyrir að ekki hafi verið fleiri alvarleg umferðarslys í sumar. Daglega heyrir maður í fjölmiðlum fólk kvarta undan slæmu ástandi vega og nú fyrir skemmstu kom ályktun um að hraða tvöföldun á veginum milli Hveragerðis og Selfoss. Vissulega er það nauðsynlegt en það er einfaldlega ekki nóg. Miðað við allan þann umferðarþunga á veginum frá Reykjavík að Höfn þarf að tvöfalda allan þann veg að mestu og það sem allra fyrst. 
 
Flutningabílstjórar farnir að keyra mikið til á nóttunni
 
Umferðarþunginn er orðinn svo mikill að margir flutningabílstjórar eru farnir að reyna eftir megni að keyra á nóttunni. Það sama á við um eitthvað af bændum sem þurfa oft að fara um langan veg á milli túna. Ég hef heyrt af bændum sem keyra mikið af rúllum heim seint á kvöldin og fyrir umferðarþunga snemma á morgnana. Á laugardeginum um síðustu verslunarmannahelgi sá ég í Hvalfirðinum tvær stórar dráttarvélar á ferð með stóra bílalest á eftir sér. Vissulega þarf að komast á milli staða á hægfara dráttarvélum þegar heyskapur stendur sem hæst, en hættan sem skapaðist þarna fannst mér vera á tæpasta vaði og því íhugunarefni hvort ekki hefði mátt vera á ferðinni utan mesta annatímans til að skapa minni umferðartafir og hættu.
 
Vegur er sagður vera 15 metra til beggja hliða vegar frá miðlínu vegar
 
Rétt austan við Hvolsvöll er um 5 km langur vegslóði sem ég hef séð dráttarvélar á annatíma nota með góðum árangri og til að liðka fyrir umferð. Þessi vegslóði minnir mig á að meðfram flestum vegum fyrir um 45 árum voru vegslóðar sem nefndir voru jarðýtuslóðar þar sem jarðýtur notuðu til að keyra á milli bæja á vegum ræktunarsambanda og búnaðarfélaga. Nú eru hins vegar komnir reiðstígar sem ætlaðir eru hestafólki meðfram mörgum vegum, en eini gallinn á þessum reiðstígum er hversu nálægt veginum reiðstígarnir eru. Það kemur fyrir að hestamenn missi lausa hesta upp á veg svo veruleg hætta getur stafað af. Eitt í fari örfárra hestaeigenda hræðir mig oft, en það er þegar hestum er beitt í vegkanta og eina sem skilur að hestana og veglínuna er örmjó rafmagnsgirðing. Í tvígang hef ég séð hesta fælast og hlaupa á rafmagnsstrenginn og upp á veg. Í bæði skiptin gekk vel að ná hestunum af veginum inn í girðinguna aftur. Hafa þessir fáu eigendur hesta athugað tryggingar sínar gagnvart tjóni sem hugsanlega gæti hlotist af hestunum og hvort það megi almennt beita hestum í vegkanta? Einhvern tímann heyrði ég sagt að svæðið frá miðlínu vegar og 15 metrar til beggja átta væri land í umsjá Vegagerðarinnar.
Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...