Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hross og bifreiðar á Þjóðvegi 1 eiga tæpast samleið.
Hross og bifreiðar á Þjóðvegi 1 eiga tæpast samleið.
Mynd / HLJ
Fréttir 17. ágúst 2016

Umferð á flestum þjóðvegum komin yfir þolmörk

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Eftir að hafa ferðast mikið í sumar get ég ekki stillt mig um að nefna örlítið sýn mína á slæmt ástand vega. Sé þjóðvegur númer 1 tekinn út úr er vegurinn löngu kominn yfir þolmörk. Sérstaklega er þetta slæmt á Suðurlandi milli Reykjavíkur og Hornafjarðar. 
 
Með svona mikinn umferðarþunga sem þessi hluti má þola daglega er ekki hægt annað en að þakka fyrir að ekki hafi verið fleiri alvarleg umferðarslys í sumar. Daglega heyrir maður í fjölmiðlum fólk kvarta undan slæmu ástandi vega og nú fyrir skemmstu kom ályktun um að hraða tvöföldun á veginum milli Hveragerðis og Selfoss. Vissulega er það nauðsynlegt en það er einfaldlega ekki nóg. Miðað við allan þann umferðarþunga á veginum frá Reykjavík að Höfn þarf að tvöfalda allan þann veg að mestu og það sem allra fyrst. 
 
Flutningabílstjórar farnir að keyra mikið til á nóttunni
 
Umferðarþunginn er orðinn svo mikill að margir flutningabílstjórar eru farnir að reyna eftir megni að keyra á nóttunni. Það sama á við um eitthvað af bændum sem þurfa oft að fara um langan veg á milli túna. Ég hef heyrt af bændum sem keyra mikið af rúllum heim seint á kvöldin og fyrir umferðarþunga snemma á morgnana. Á laugardeginum um síðustu verslunarmannahelgi sá ég í Hvalfirðinum tvær stórar dráttarvélar á ferð með stóra bílalest á eftir sér. Vissulega þarf að komast á milli staða á hægfara dráttarvélum þegar heyskapur stendur sem hæst, en hættan sem skapaðist þarna fannst mér vera á tæpasta vaði og því íhugunarefni hvort ekki hefði mátt vera á ferðinni utan mesta annatímans til að skapa minni umferðartafir og hættu.
 
Vegur er sagður vera 15 metra til beggja hliða vegar frá miðlínu vegar
 
Rétt austan við Hvolsvöll er um 5 km langur vegslóði sem ég hef séð dráttarvélar á annatíma nota með góðum árangri og til að liðka fyrir umferð. Þessi vegslóði minnir mig á að meðfram flestum vegum fyrir um 45 árum voru vegslóðar sem nefndir voru jarðýtuslóðar þar sem jarðýtur notuðu til að keyra á milli bæja á vegum ræktunarsambanda og búnaðarfélaga. Nú eru hins vegar komnir reiðstígar sem ætlaðir eru hestafólki meðfram mörgum vegum, en eini gallinn á þessum reiðstígum er hversu nálægt veginum reiðstígarnir eru. Það kemur fyrir að hestamenn missi lausa hesta upp á veg svo veruleg hætta getur stafað af. Eitt í fari örfárra hestaeigenda hræðir mig oft, en það er þegar hestum er beitt í vegkanta og eina sem skilur að hestana og veglínuna er örmjó rafmagnsgirðing. Í tvígang hef ég séð hesta fælast og hlaupa á rafmagnsstrenginn og upp á veg. Í bæði skiptin gekk vel að ná hestunum af veginum inn í girðinguna aftur. Hafa þessir fáu eigendur hesta athugað tryggingar sínar gagnvart tjóni sem hugsanlega gæti hlotist af hestunum og hvort það megi almennt beita hestum í vegkanta? Einhvern tímann heyrði ég sagt að svæðið frá miðlínu vegar og 15 metrar til beggja átta væri land í umsjá Vegagerðarinnar.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...