Umferðaröryggi á oddinn
Umhverfisnefnd Bláskógabyggðar lagði áherslu á að nauðsynlegt sé að bæta umferðaröryggi gangandi vegfarenda á Laugarvatni á fundi á dögunum.
„Það er ýmsu ábótavant, sem þarf að laga t.d. gangstéttir, gangstéttarkanta, bæta við gangbrautum og gera þær sýnilegri svo dæmi séu nefnd. Einnig vantar nýjan umferðarspegil við gatnamót við Bláskógaskóla á Laugarvatni. Nefndin biður um að sveitarfélagið pressi á verktaka og fyrirtæki að laga frágang eftir unnin verk á svæðinu. Töluvert er um rusl og afganga af efni eftir unnin verk á svæðinu sem verktakar hafa skilið eftir sig, sem leiðinlegt er að horfa á í náttúrunni,“ segir m.a. í bókun nefndarinnar.