Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Áformað er að dagsframleiðsla á tómötum verði 13 tonn árið 2025.
Áformað er að dagsframleiðsla á tómötum verði 13 tonn árið 2025.
Fréttir 1. febrúar 2024

Undirbúningur gengur vel fyrir risagarðyrkjustöð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Undirbúningsvinna gengur vel fyrir verkefni Landnýtingar, sem felst í því að reisa risagarðyrkjustöð á iðnaðarsvæði í Árnesi, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Frá þessum áformum var greint hér í blaðinu í byrjun september, þar sem fram kom að fyrsta fasa ætti að vera lokið strax á næsta ári og að heildarframleiðslan yrði þá um 13 tonn af tómötum á dag en gert var ráð fyrir að stöðin stæði þá á sex hektara landi. Fullbúin myndi stöðin ná yfir 26 hektara og skila 56 tonna tómataframleiðslu dag hvern sem vonir standa til að verði árið 2027.

Samkomulag um 30 ha land

Að sögn Óttars Makuch, framkvæmdastjóra Landnýtingar, miðar verkefninu vel áfram og fjármögnun gengur vel. Hann segir að þegar fjármögnun verði lokið, hefjist framkvæmdir.

Í upphaflegum áformum var gert ráð fyrir að framkvæmdir myndu hefjast strax á þessu ári, ef allt gengi samkvæmt áætlun.

Samkomulag var undirritað í lok ágúst við Sveitarfélagið Skeiða- og
Gnúpverjahrepp um uppbyggingu á garðyrkjustöðinni, en í því er Landnýtingu tryggðir 30 hektara lands á svæðinu og gildir það í 12 mánuði. Á því tímabili skuldbindur sveitarfélagið sig til að úthluta
lóðinni eða svæðinu ekki til annarra aðila. Stefnt er að því að á þessum tíma verði undirritaður skuldbindandi samningur um skipulagsvinnuna fram undan, úthlutun lóða og verkefnið í heild til framtíðar.

Engin ljósmengun

Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri segir að samkvæmt hans upplýsingum gangi vinna við að tryggja fjármögnun verkefnisins vel.

„Ég fór með forsvarsmönnum Landnýtingar til Hollands í nóvember að skoða hús og framleiðslu eins og stefnt er að að reisa hjá okkur og var ferðin mjög áhugaverð.

Búnaðurinn í gróðurhúsunum kemur algjörlega í veg fyrir ljósmengun frá húsunum sem er eini þátturinn sem við höfðum áhyggjur af,“ segir sveitarstjórinn.

Hann telur ljóst að allar forsendur séu fyrir því að byggja upp slíka framleiðslu á Íslandi á stórum skala og hefur fulla trú á að verkefnið raungerist og uppbyggingin hefjist á þessu eða næsta ári. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...