Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Unnar eggjaafurðir fluttar til landsins frá Hollandi
Fréttir 10. ágúst 2017

Unnar eggjaafurðir fluttar til landsins frá Hollandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í síðustu viku bárust upplýsingar frá Evrópu um að sníklalyfið fipronil hafi greinst í eggjum í Hollandi.  Dreifing eggja  frá ákveðnum eggjaframleiðendum var stöðvuð í kjölfarið. 

Í tilkynningu á vef Matvælastofnunnar segir að heil egg  á markaði  hérlendis séu af íslenskum uppruna. Unnar eggjaafurðir, t.d. gerilsneyddar eggjarauður, eggjahvítur og eggjaduft eru fluttar til landsins og samkvæmt athugun Matvælastofnunar eru þær upprunnar í Bretlandi, Danmörku, Hollandi og Þýskalandi.
Ekki hafa borist tilkynningar frá Evrópska viðvörunarkerfinu (RASFF) um að menguðum eggjaafurðum hafi verið dreift til landsins. Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur eru nú að kanna uppruna þeirra eggja sem notuð voru í eggjaafurðir sem fluttar hafa verið til landsins frá framangreindum EES-ríkjum og munu ef ástæða er til stöðva dreifingu þeirra. 

Ein sending af eggjarauðudufti frá Hollandi var að berast til landsins og hefur framleiðandi vörunnar upplýst að hráefni í hana komi ekki frá þeim eggjaframleiðendum sem hafi notað sníklalyfið fipronil. Áður en til dreifingar kemur mun Matvælastofnun afla frekari upplýsinga um uppruna og gæði hráefna í þeim tilgangi að tryggja öryggi afurða.

Fipronil er lyf sem er m.a. notað til meðhöndlunar gegn sníkjudýrum  á gæludýrum. Ekki er heimilt að nota lyfið á dýr sem sem gefa af sér afurðir til manneldis. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun er efnið flutt inn í  óverulegu magni til meðhöndlunar á gæludýrum. Matvælastofnun er ekki kunnugt um að umrædd sníkjudýr, rauðir hænsnamítlar, séu að valda vandræðum hjá eggjaframleiðendum hér á landi, en hins vegar hafa þau fundist á hænum í eigu einstaklinga.

Aðskotaefnaáætlun landbúnaðarafurða hjá Matvælastofnun tekur m.a. mið af sýnatökum og prófunum á afurðum með hliðsjón af magni innfluttra lyfja og því hefur greining á efninu fipronil ekki verið hluti af  henni. Hámarksgildi fipronils í eggjum er 0,005 mg/kg. Einkenni eitrunar geta verið ógleði, magaverkir, svimi, uppköst og flogaköst. Til langs tíma getur efnið valdið lifrar- og nýrnaskaða.

Erlendar stofnanir hafa framkvæmt áhættumat vegna þessa máls og hér fyrir neðan eru tenglar í áhættumat og umfjöllun BfR, sem er áhættumatstofnun Þýskalands, auk umfjöllunar sænsku og dönsku matvælastofnunarinnar um málið.  

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...