Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Unnar eggjaafurðir fluttar til landsins frá Hollandi
Fréttir 10. ágúst 2017

Unnar eggjaafurðir fluttar til landsins frá Hollandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í síðustu viku bárust upplýsingar frá Evrópu um að sníklalyfið fipronil hafi greinst í eggjum í Hollandi.  Dreifing eggja  frá ákveðnum eggjaframleiðendum var stöðvuð í kjölfarið. 

Í tilkynningu á vef Matvælastofnunnar segir að heil egg  á markaði  hérlendis séu af íslenskum uppruna. Unnar eggjaafurðir, t.d. gerilsneyddar eggjarauður, eggjahvítur og eggjaduft eru fluttar til landsins og samkvæmt athugun Matvælastofnunar eru þær upprunnar í Bretlandi, Danmörku, Hollandi og Þýskalandi.
Ekki hafa borist tilkynningar frá Evrópska viðvörunarkerfinu (RASFF) um að menguðum eggjaafurðum hafi verið dreift til landsins. Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur eru nú að kanna uppruna þeirra eggja sem notuð voru í eggjaafurðir sem fluttar hafa verið til landsins frá framangreindum EES-ríkjum og munu ef ástæða er til stöðva dreifingu þeirra. 

Ein sending af eggjarauðudufti frá Hollandi var að berast til landsins og hefur framleiðandi vörunnar upplýst að hráefni í hana komi ekki frá þeim eggjaframleiðendum sem hafi notað sníklalyfið fipronil. Áður en til dreifingar kemur mun Matvælastofnun afla frekari upplýsinga um uppruna og gæði hráefna í þeim tilgangi að tryggja öryggi afurða.

Fipronil er lyf sem er m.a. notað til meðhöndlunar gegn sníkjudýrum  á gæludýrum. Ekki er heimilt að nota lyfið á dýr sem sem gefa af sér afurðir til manneldis. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun er efnið flutt inn í  óverulegu magni til meðhöndlunar á gæludýrum. Matvælastofnun er ekki kunnugt um að umrædd sníkjudýr, rauðir hænsnamítlar, séu að valda vandræðum hjá eggjaframleiðendum hér á landi, en hins vegar hafa þau fundist á hænum í eigu einstaklinga.

Aðskotaefnaáætlun landbúnaðarafurða hjá Matvælastofnun tekur m.a. mið af sýnatökum og prófunum á afurðum með hliðsjón af magni innfluttra lyfja og því hefur greining á efninu fipronil ekki verið hluti af  henni. Hámarksgildi fipronils í eggjum er 0,005 mg/kg. Einkenni eitrunar geta verið ógleði, magaverkir, svimi, uppköst og flogaköst. Til langs tíma getur efnið valdið lifrar- og nýrnaskaða.

Erlendar stofnanir hafa framkvæmt áhættumat vegna þessa máls og hér fyrir neðan eru tenglar í áhættumat og umfjöllun BfR, sem er áhættumatstofnun Þýskalands, auk umfjöllunar sænsku og dönsku matvælastofnunarinnar um málið.  

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...