Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Unnið að stofnun Garðyrkjuskóla Íslands sem gæti tekið til starfa um næstu áramót
Mynd / HKr.
Fréttir 10. september 2020

Unnið að stofnun Garðyrkjuskóla Íslands sem gæti tekið til starfa um næstu áramót

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fulltrúar græna geirans sem vilja setja á stofn nýjan garðyrkjuskóla sem leggur áherslu á og tryggir starfsmenntanám í garðyrkju á landinu mættu á fund menntamálaráðherra í síðustu viku til að viðra hugmyndir sínar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, og Samband garðyrkjubænda segir að ábyrgð ráðherra á starfsmenntanámi garðyrkjunnar sé mikil.

Gunnar segir að stór hluti græna geirans í landinu standi að baki þeirri hugmynd að stofna Garðyrkjuskóla Íslands og efla þannig starfsmenntanám í garðyrkju á landinu.

„Það er búið að stofna kennitölu og við sem stöndum að stofnun skólans erum búin að hitta menntamálaráðherra og leggja fyrir hana okkar hugmyndir.“

Fundur með ráðherra

Að sögn Gunnars voru á fundinum, auk fulltrúa félagsins um nýja skólann, ráðherra og fulltrúar háskóla- og framhaldsskólasviðs og fjármálasviðs menntamálaráðuneytisins, lögmenn og báðir aðstoðarmenn ráðherra og fleiri. „Það er því greinilegt að ráðuneytið lítur málið alvarlegum augum.“

Nauðsynlegt að halda framhaldsskólastiginu sér

„Eins og staðan er í dag er Garðyrkjuskóli ríkisins hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands og að mínu mati og fleiri innan græna geirans fer ekki vel að vista framhaldsskólanám undir háskóla. Það er einu sinni þannig að þótt við séum metnaðarfull hvað varðar rannsóknir í garðyrkju á Íslandi þá eiga þær ekki heima á framhaldsskólastigi. Að okkar mati er því nauðsynlegt að halda framhaldsskóla- og háskólastiginu aðskildu.

Í mínum huga er það svipað, að setja framhaldsskólastig á garðyrkju undir háskólanám og að setja alla nema í húsasmíði beint í verkfræði í háskóla.“

Ábyrgð ráðherra mikil

Gunnar segir að ábyrgð ráðherra á starfsmenntanámi garðyrkjunnar sé mikið og ekki síst ef það á að fara fram á háskólastigi og það verði að gæta þess vel að það sitji ekki á hakanum og verði einhvers konar bastarður innan Landbúnaðarháskólans.

Allt í járnum

Gunnar segir að því miður virðist ekki vera sátt í sjónmáli hvað varðar framhald Garðyrkjuskóla ríkisins og hvernig kennsla í honum á að vera í framtíðinni.

„Því miður er allt í járnum og við hjá græna geiranum sáum okkur ekki annað fært en að leita leiða með því að stofna nýjan garðyrkjuskóla þar sem lögð verður áhersla á starfsmenntanám.“

Skólinn geti tekið til starfa um næstu áramót

„Það er nú þegar búið að bjóða Garðyrkjuskóla Íslands aðstöðu á tveimur stöðum en við lögðum til við ráðherra að skólinn tæki við aðstöðunni að Reykjum og að hann yrði til húsa þar, án þess að nokkuð hafi enn verið ákveðið í því sambandi. Ef það verður ekki þannig, þurfum við fljótlega að fara að huga að öðru húsnæði svo að skólinn geti tekið til starfa um næstu áramót,“ segir Gunnar.

Kennsla fer fram á Keldum eins og er

Vegna slæms ástands húsnæðis Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi fer öll kennsla við skólann fram að Keldum á Keldnaholti  í Reykjavík. Eftir að garðskáli við skólann skemmdist í vondu veðri í vor var hann rifinn. Í framhaldi af því komu fram meiri skemmdir, auk þess sem ýmsir innviðir garðskálans fóru illa í veðrum eftir að hann var rifinn og það rigndi inn í kennslustofur.

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins er vonast til að viðgerðum á Reykjum ljúki um áramótin og að þá verði hægt að taka upp kennslu þar að nýju. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...