Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Unnið að stofnun Garðyrkjuskóla Íslands sem gæti tekið til starfa um næstu áramót
Mynd / HKr.
Fréttir 10. september 2020

Unnið að stofnun Garðyrkjuskóla Íslands sem gæti tekið til starfa um næstu áramót

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fulltrúar græna geirans sem vilja setja á stofn nýjan garðyrkjuskóla sem leggur áherslu á og tryggir starfsmenntanám í garðyrkju á landinu mættu á fund menntamálaráðherra í síðustu viku til að viðra hugmyndir sínar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, og Samband garðyrkjubænda segir að ábyrgð ráðherra á starfsmenntanámi garðyrkjunnar sé mikil.

Gunnar segir að stór hluti græna geirans í landinu standi að baki þeirri hugmynd að stofna Garðyrkjuskóla Íslands og efla þannig starfsmenntanám í garðyrkju á landinu.

„Það er búið að stofna kennitölu og við sem stöndum að stofnun skólans erum búin að hitta menntamálaráðherra og leggja fyrir hana okkar hugmyndir.“

Fundur með ráðherra

Að sögn Gunnars voru á fundinum, auk fulltrúa félagsins um nýja skólann, ráðherra og fulltrúar háskóla- og framhaldsskólasviðs og fjármálasviðs menntamálaráðuneytisins, lögmenn og báðir aðstoðarmenn ráðherra og fleiri. „Það er því greinilegt að ráðuneytið lítur málið alvarlegum augum.“

Nauðsynlegt að halda framhaldsskólastiginu sér

„Eins og staðan er í dag er Garðyrkjuskóli ríkisins hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands og að mínu mati og fleiri innan græna geirans fer ekki vel að vista framhaldsskólanám undir háskóla. Það er einu sinni þannig að þótt við séum metnaðarfull hvað varðar rannsóknir í garðyrkju á Íslandi þá eiga þær ekki heima á framhaldsskólastigi. Að okkar mati er því nauðsynlegt að halda framhaldsskóla- og háskólastiginu aðskildu.

Í mínum huga er það svipað, að setja framhaldsskólastig á garðyrkju undir háskólanám og að setja alla nema í húsasmíði beint í verkfræði í háskóla.“

Ábyrgð ráðherra mikil

Gunnar segir að ábyrgð ráðherra á starfsmenntanámi garðyrkjunnar sé mikið og ekki síst ef það á að fara fram á háskólastigi og það verði að gæta þess vel að það sitji ekki á hakanum og verði einhvers konar bastarður innan Landbúnaðarháskólans.

Allt í járnum

Gunnar segir að því miður virðist ekki vera sátt í sjónmáli hvað varðar framhald Garðyrkjuskóla ríkisins og hvernig kennsla í honum á að vera í framtíðinni.

„Því miður er allt í járnum og við hjá græna geiranum sáum okkur ekki annað fært en að leita leiða með því að stofna nýjan garðyrkjuskóla þar sem lögð verður áhersla á starfsmenntanám.“

Skólinn geti tekið til starfa um næstu áramót

„Það er nú þegar búið að bjóða Garðyrkjuskóla Íslands aðstöðu á tveimur stöðum en við lögðum til við ráðherra að skólinn tæki við aðstöðunni að Reykjum og að hann yrði til húsa þar, án þess að nokkuð hafi enn verið ákveðið í því sambandi. Ef það verður ekki þannig, þurfum við fljótlega að fara að huga að öðru húsnæði svo að skólinn geti tekið til starfa um næstu áramót,“ segir Gunnar.

Kennsla fer fram á Keldum eins og er

Vegna slæms ástands húsnæðis Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi fer öll kennsla við skólann fram að Keldum á Keldnaholti  í Reykjavík. Eftir að garðskáli við skólann skemmdist í vondu veðri í vor var hann rifinn. Í framhaldi af því komu fram meiri skemmdir, auk þess sem ýmsir innviðir garðskálans fóru illa í veðrum eftir að hann var rifinn og það rigndi inn í kennslustofur.

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins er vonast til að viðgerðum á Reykjum ljúki um áramótin og að þá verði hægt að taka upp kennslu þar að nýju. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...