Uppskerubrestur blastir við ávaxtabændum í Noregi
Ávaxtabændur í Vestur-Noregi sjá fram á mikinn uppskerubrest á þessu ári vegna þess hversu kalt vorið var og einnig framan af sumri en ásamt því voru miklar rigningar.
Samvinnuráð grænna framleiðenda í Noregi hefur gefið það út í fjölmiðlum að eplauppskerutíminn verði mun seinna á ferð en venjulega og að uppskera verði lítil yfir allt landið en þó sýnu verst í vesturhluta landsins. Því verði áskorun að ná eplunum í ákjósanlegri stærð og sennilega útilokað að fá sömu niðurstöðu og undanfarin ár.