Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Erfðatæknin gæti bjargað banananum
Utan úr heimi 28. mars 2023

Erfðatæknin gæti bjargað banananum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bananar eru vinsæl ber og heimsframleiðsla á þeim hátt í 150 milljón tonn á ári. Nánast öll þessi milljón tonn eru bananar af sama yrkinu sem kallast Cavendish. Við erum því í raun öll að borða sama bananann.

Sveppurinn FR4 hefur lengi ógnað bananarækt í heiminum og jafnvel talið að hætta þurfi ræktun þeirra eða draga verulega úr henni. Nýjar rannsóknir í erfðafræði lofa góðu og geta hugsanlega komið uppáhalds bananayrkinu okkar til bjargar.

Þrátt fyrir að það finnist yfir þúsund yrki af bönunum er nánast eingöngu eitt sem er fáanlegt í verslunum hér á landi og víðast á Vesturlöndum, enda ríflega 90% af öllum bönunum í boði. Cavendish er hluti af daglegum kosti hundruð milljóna manna.

Cavendish er frá Kína

Yrkið er gamalt og kemur upprunalega frá Kína. Ræktun þess var almenn um 1950 og tók það við af yrkinu Gros Michel sem var óræktunarhæft vegna sveppasýkingar sem lagðist á rætur plantnanna og kallast Pananaveiki.

Cavendish-bananar þykja ekki jafn bragðgóðir og Gros Michel en líf- og geymslutími þess er lengri.

Sveppasýking

Yrkið Cavendish hefur átt undir högg að sækja undanfarinn áratug. Ástæðan er Fusarium sveppur sem hefur breiðst hratt út og drepur plönturnar.

Útbreiðsla sveppsins hófst á Fiji- eyjum og barst þaðan um Asíu til Afríku og Mið-Austurlanda.

Sveppurinn, sem kallast Fusarium oxysporum f.sp. cubense TR4, hefur herjað á bananarækt í Asíu í rúm tuttugu ár og gert mikinn usla í Kína, Indónesíu, Malasíu og Taívan. Árið 2013 varð hans fyrst vart í Afríku og síðan hefur hann verið að breiðast út þar sem bananar eru ræktaðir í álfunni og yfir til Mið-Ameríku.

Helsta ástæða hraðrar útbreiðslu sveppsins er sögð vera alþjóðleg verslun og flutningur á bönunum milli landa. Á sama tíma og sýking vegna sveppsins breiðist út hefur verið reynt að finna yrki sem getur komið í staðinn fyrir Cavendish en þær prófanir skilað litlu. Sveppurinn hefur lagst á mörg þeirra og þau sem þola hann hafa ekki reynst eins bragðgóð og með eins langan geymslutíma og Cavendish.

Innanrotnun

Fusarium TR4 lifir í jarðvegi og smitast með æðakerfi bananaplantna og veldur því að þær rotna innan frá. Eftir sýkingu dregur verulega úr uppskeru og drepast plönturnar vanalega á innan við þremur árum. Sveppurinn hefur því valdið ræktendum miklu tapi og þar sem ekki hefur fundist leið til að vinna á honum eftir að hann finnst í jarðvegi þarf að hætta bananaræktuninni. Stórfyrirtæki og bananabarónar leysa það með því að flytja ræktunina annað en flutningunum fylgir að fella þarf náttúrulega skóga og brjóta nýtt land undir nýrækt á bönunum. Smábændur hafa sjaldnast möguleika til þess og sitja því eftir með sárt ennið og þurfa að finna sér aðrar tegundir til ræktunar.

Tilraunir með erfðatækni

Fyrirtæki sem þekkt er fyrir umfangsmikla bananarækt í Mið- Ameríku og víðar um heim hefur á undanförnum árum gert tilraunir með að erfðabreyta Cavendis og öðrum yrkjum til að þola sýkingu sveppsins og ræktun þeirra á tilraunaökrum í Hondúras. Niðurstöður rannsóknanna og kortlagning erfðamengis bananaplöntunnar lofa góðu og vísbendingar eru um að búið sé að finna gen sem aukið gætu mótstöðu þeirra gegn sveppnum.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...