Hrun í sölu búvéla
Mynd / Heiko Janowski
Utan úr heimi 18. desember 2024

Hrun í sölu búvéla

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Stórir framleiðendur land búnaðar tækja hafa greint frá miklum samdrætti í sölu undanfarna mánuði.

Síðasti ársfjórðungur hefur reynst erfiður fyrir þá sem framleiða tækjabúnað fyrir bændur. Alþjóðleg fyrirtæki, eins og John Deere, AGCO og CNH, hafa nýlega sent frá sér rekstraryfirlit sem sýna að bændur halda að sér höndum við kaup á nýjum dráttarvélum, þreskivélum og fleiri tækjum. Frá þessu greinir Agrarheute.

AGCO framleiðir vörumerki eins og Valtra, Fendt og Massey Ferguson og CNH hefur Case IH, New Holland og Steyr á sínum snærum. John Deere gerði upp árið í október og var hagnaðurinn 30 prósentum lægri en í fyrra. Síðasti fjórðungur var verstur, en þá dróst salan á landbúnaðartækjum saman um 32 prósent og hagnaðurinn um 47 prósent.

Samdráttur í sölu búvéla hjá CNH á þriðja ársfjórðungi nam 22 prósentum. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs dróst salan hjá AGCO saman um átján prósent á heimsvísu. Í Evrópu var samdrátturinn sjö prósent, en smávægileg söluaukning í Þýskalandi og Tyrklandi vó upp á móti hnignun í öðrum löndum álfunnar. Mest hefur salan minnkað á múgsöxum og dráttarvélum í millistærð. Í Suður- Ameríku dróst salan saman um 43 prósent.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...