Hrun í sölu búvéla
Stórir framleiðendur land búnaðar tækja hafa greint frá miklum samdrætti í sölu undanfarna mánuði.
Síðasti ársfjórðungur hefur reynst erfiður fyrir þá sem framleiða tækjabúnað fyrir bændur. Alþjóðleg fyrirtæki, eins og John Deere, AGCO og CNH, hafa nýlega sent frá sér rekstraryfirlit sem sýna að bændur halda að sér höndum við kaup á nýjum dráttarvélum, þreskivélum og fleiri tækjum. Frá þessu greinir Agrarheute.
AGCO framleiðir vörumerki eins og Valtra, Fendt og Massey Ferguson og CNH hefur Case IH, New Holland og Steyr á sínum snærum. John Deere gerði upp árið í október og var hagnaðurinn 30 prósentum lægri en í fyrra. Síðasti fjórðungur var verstur, en þá dróst salan á landbúnaðartækjum saman um 32 prósent og hagnaðurinn um 47 prósent.
Samdráttur í sölu búvéla hjá CNH á þriðja ársfjórðungi nam 22 prósentum. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs dróst salan hjá AGCO saman um átján prósent á heimsvísu. Í Evrópu var samdrátturinn sjö prósent, en smávægileg söluaukning í Þýskalandi og Tyrklandi vó upp á móti hnignun í öðrum löndum álfunnar. Mest hefur salan minnkað á múgsöxum og dráttarvélum í millistærð. Í Suður- Ameríku dróst salan saman um 43 prósent.