Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Róbóta á illgresið
Utan úr heimi 24. september 2024

Róbóta á illgresið

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Gætu róbótar útrýmt þörfinni fyrir illgresiseyði?

Bandarískir bændur eru meðal þeirra sem farnir eru að þreifa fyrir sér með notkun svokallaðra illgresisróbóta á ökrum. The Guardian segir frá bónda nokkrum í miðju Kansas sem daglega horfir á róbóta sína skrölta fram og aftur rásirnar milli ræktunarplantnanna og sneiða niður hverja örðu illgresis. Róbótarnir eru fremur litlir, 1,2x0,6 m, en afkastadrjúgir.

Bóndinn sem um ræðir, Clint Brauer að nafni, var áður tæknimaður í Kaliforníu en flutti á fjölskyldubýlið þegar faðir hans fékk Parkinson-sjúkdóminn. Brauer stofnaði landbúnaðartæknifyrirtæki og smíðar og forritar róbóta sína í skúr við bóndabæinn. Hann segir róbótana einkar mikilvæga til að hjálpa bændum að draga úr notkun varnarefna og vernda þannig eigin heilsu og umhverfisins betur.

Nú eru tuttugu bændur skráðir í róbótaþjónustu hjá Brauer og vonir standa til að uppræta megi illgresi á þennan hátt á allt að 2.023 hekturum lands í ár.

Það er kunnara en frá þurfi að segja að bændur um allan heim hafa átt í hatrammri baráttu við illgresi. Þeir hafa togað það upp, klippt niður, drepið það með verkfærum – og efnum sem sum hver eru mjög skaðleg fyrir lífríkið. Varnarefnanotkun hefur verið vaxandi sl. 50 árin eða svo en nú er mögulega að birtast betri valkostur með notkun róbóta og auknum nákvæmnisbúskap. Þannig hefur fjárhagslegur stuðningur streymt til fyrirtækja sem búa til illgresisróbóta, frá áhættufjármagnssjóðum, einkafjárfestum og stórum matvæla- og landbúnaðarfyrirtækjum sem eru fús til að veðja á róbótana. Efasemdaraddir eru þó einnig uppi en líklegt að róbótarnir verði góð viðbót við ýmsar fleiri aðferðir til illgresiseyðingar.

Skylt efni: illgresi

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...