Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Arney frá Ytra-Álandi, knapi Agnar Þór Magnússon
Arney frá Ytra-Álandi, knapi Agnar Þór Magnússon
Mynd / Kolla Gr.
Fréttir 3. apríl 2024

Val kynbótahrossa á Landsmót hestamanna

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Sami fjöldi kynbótahrossa verður dæmdur á Landsmóti hestamanna í sumar og hefur verið síðastliðinn áratug. En nú verður eingöngu stuðst við aðaleinkunn samkvæmt ákvörðun Fagráðs í hrossarækt.

Þátttökufjöldi í hverjum flokki á Landsmóti hestamanna 2024.

Árið 2016 var hætt að notast við einkunnalágmörk í hverjum aldursflokki við val kynbótahrossa á Landsmóti og var fjöldi þeirra takmarkaður. Ákveðinn fjöldi hrossa er í hverjum aldursflokki og hefur þátttökurétturinn miðast við stöðulista við lok vorsýninga. Síðan 2018 hafa 170 hross haft þátttökurétt í kynbótasýningu Landsmóts og er fjöldinn í hverjum aldursflokki misjafn (sjá töflu).

Mismunandi aðferðum hefur einnig verið beitt við valið á hrossunum inn á stöðulistann. Fyrir Landsmót árin 2016 og 2018 var tíu stigum bætt við aðaleinkunn klárhrossa (sem eru með skráð einkunnina 5,0 fyrir skeið) þegar verið var að raða hrossunum í sætaröðun á stöðulistann fyrir mótin.

Markmiðið var að auka hlut klárhrossa á mótinu sem hafði minnkað með upptöku stöðulistans. Hlutfall þeirra áður en stöðulistinn var tekinn upp sem dæmi var 26% á Landsmóti 2014. Árið 2016 var hlutfall þeirra 18% og 2018 var hlutfallið 24%. Á síðasta Landsmóti var hlutfall klárhrossa 46%, eða rétt tæpur helmingur hrossanna.

Þessa aukningu má helst rekja til þess að árið 2020 ákvað fagráð að við val inn á Landsmót væri farin sú leið að 75% hrossa í hverjum flokki væru valin eftir aðaleinkunn og 25% hrossa eftir aðaleinkunn án skeiðs.

Þá urðu einnig breytingar á vægisstuðlum kynbótadóma gerðar árið 2020 þar sem vægi á brokki og feti var hækkað, auk þess að hægt stökk fékk vægi í heildareinkunn hrossa.

Fagráð skoðaði sögulega hvert hlutfall klárhrossa væri af heildarfjölda kynbótahrossa á stöðulista við lok vorsýninga ef eingöngu væri valið eftir aðaleinkunn á síðustu árum og var hlutfallið allt að 30% árin 2020– 2023.

Fagráð í hrossarækt ákvað því á fundi sínum í febrúar að val kynbótahrossa á stöðulista fyrir Landsmót 2024 muni eingöngu fara eftir aðaleinkunn og að sami fjöldi hrossa hafi þátttökurétt á Landsmótinu í sumar eins og hefur verið frá 2018. Einnig mun sami fjöldi hrossa vera í hverjum aldursflokki.

Skylt efni: Landsmót hestamanna

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...