Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Vambir utan um slátur virðast nú heyra sögunni til í matarmenningu Íslendinga.
Vambir utan um slátur virðast nú heyra sögunni til í matarmenningu Íslendinga.
Mynd / Úr safni
Fréttir 11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Ekki fást lengur vambir með slátri frá SS. Neytendur sakna þeirra.

Þeir sem taka slátur virðast ekki lengur geta fengið vambir nema þá eftir einhverjum sérleiðum, þær eru almennt orðnar ófáanlegar til sláturgerðar. Ýmsir eru ósáttir, segja annað bragð af slátrinu, auk þess sem rótgróin matarhefð glatist.

Munar um bragðið af vömbunum

„Við hjónin erum búin að taka slátur í 52 ár, telst okkur til,“ segir Ásgeir Eiríksson, sem hafði samband og lýsti áhyggjum sínum af því að fá ekki vambir lengur.

„Þetta er mikill uppáhaldsmatur í fjölskyldunni og yfirleitt mörgum boðið í mat þegar soðið er slátur hjá okkur. Það er til dæmis mjög vinsælt hjá unga fólkinu.

Nú ætla þeir ekki að hleypa okkur í vambirnar meir. Ég fór í Hagkaup og ætlaði að kaupa slátur, eins og ég geri venjulega, en þá var ekki hægt að fá vambir lengur,“ segir hann.

Ásgeir segist hafa brugðið á það ráð að hringja beint í SS og spyrjast fyrir. „Það stóð heima, mér var sagt að engar vambir yrðu leyfðar á Reykjavíkursvæðinu. Við þekkjum aðeins til norður á Akureyri og þar hefur vinafólk okkar tekið slátur í mörg ár en mátt una við að fá ekki vambir um árabil. En við hjónin ætlum að gefa slátrinu frí hér eftir og hætta þessu. Það munar um bragðið sem kemur af vömbunum í slátrið og öðruvísi slátur sem kemur úr gervivömbum. Það er bara allt annar matur,“ segir hann jafnframt.

Prótínkeppurinn sigrar

Ásgeir hefur séð um að gera vambirnar tilbúnar fyrir slátrið öll árin og er síður en svo sáttur við þessa niðurstöðu.

Þau hjónin séu bæði fædd árið 1945 og hann gruni að vambaleysið muni marka endalok sláturgerðar hjá í það minnsta einhverjum hluta eldra fólks. „Ég á von á því að sú kynslóð leggi þetta af að stórum hluta til, því miður.“

Lengstum voru vambir sniðnar, skornar niður og saumaðir úr þeim keppir sem síðan voru fylltir með blöndu af niðurskornum mör, rúgmjöli og annaðhvort blóði eða hakkaðri lifur og stundum líka nýrum. Notkun á vömbum hefur þó orðið minni á síðari árum og nú notast við tilbúna keppi, m.a. svokallaða prótínkeppi.

SS hefur séð Hagkaup fyrir slátri og fylgja prótínkeppir slátrinu. Í fyrra voru 90% af öllum vömbum hjá SS seld í dýrafóðursframleiðslu og hitt selt með slátri. Þótti í raun ekki svara kostnaði að kalóna og selja vambir.

Ekki fengust viðbrögð fyrir fyrirspurn til SS um stöðu mála í ár. Árið 2014 var reynt að hætta með vambir hjá SS og þá eingöngu seldir prótínkeppir. Bar SS fyrir sig minnkandi sölu, kostnaði, rýrnun við vinnsluna og úreltum tækjabúnaði. Um 15 þúsund vambir höfðu selst haustið áður, allar frá SS. Kalónaðar vambir (hreinsaðar með leskjuðu kalki og sjóðheitu vatni) fóru þó aftur í sölu um tíma en nú virðast vambirnar heyra sögunni til.

Skylt efni: sláturgerð

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...