Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vatnsöryggi mál málanna á ráðstefnu Alþjóðabankans
Fréttir 17. október 2016

Vatnsöryggi mál málanna á ráðstefnu Alþjóðabankans

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Ekki er hægt að taka það sem sjálfsagðan hlut að hægt sé að tryggja öllum  íbúum heimsins aðgang að vatni á 21. öldinni. Þetta kom fram á alþjóðlegri ráðstefnu um vatnsmálin sem Alþjóðabankinn (The World bank) stóð fyrir nú í september. Vatnsöryggi þjóða er því hugtak sem farið er að flagga í sömu andrá og orðið fæðuöryggi.
 
Ört vaxandi vatnsskortur orsakast af vaxandi eftirspurn eftir vatni samfara breytingum á vatnsuppsprettum og hlýnun jarðar. Ef ekki verður gripið í taumana mun vatnsskortur draga úr hagvexti sumra svæða jarðar um 6% til 2050. Af þessum ástæðum telur Alþjóðabankinn nauðsynlegt að taka ákveðnari skref til að snúa þróuninni við. Þá verði alþjóðasamfélagið að horfa meira til vatnsöryggis og gera ráðstafanir til að tryggja íbúum aðgengi að neysluvatni. Þetta var líka meginviðfangsefni ráðstefnunnar og fundar alþjóðlegu vatnsauðlindasamtakanna (IWREC) sem haldin voru á vegum Alþjóðabankans 11.–13. september síðastliðinn. Þetta var í annað sinn sem bankinn stendur fyrir slíkri ráðstefnu. Var ráðstefnan undir yfirskriftinni Vatnsöryggi í breyttum heimi, eða „Water Security in a Changing World“. 
 
Um 50 erindi voru haldin um alla mögulega þætti þessa málefnis á ráðstefnunni. Laura Tuck, varaformaður Alþjóðabankans, fjallaði um mikilvægi þess að vatn sé nýtt með sjálfbærum hætti. Það sé lykillinn að þróun allra annarra þátta í mannlegu samfélagi. 
 
„Ef þú getur ekki sýnt vatnsöfluninni virðingu, þá getur þú ekki heldur mætt nauðsynlegum sjálfbærnimarkmiðum.“
 
Quentin Grafton frá Australian National University var aðalræðumaður ráðstefnunnar. Hann sagði að vatnsskortur væri ekki eitthvað sem væri vandi framtíðar og snerti einungis fátæk samfélög. 
 
„Vatnsöryggi er nokkuð sem skiptir alla máli. Það birtist aðeins í mismunandi myndum og vægi.“
Grafton benti á að erfitt gæti verið að meta verðgildi vatns, en reynt sé að finna lausn á því. Stakk hann upp á að reynt yrði að finna út eitthvert meðaltal varðandi verðgildi vatnsauðlinda og eins verðgildi vatns sem hægt væri að nota í viðskiptum. 
 
Á ráðstefnunni kom greinilega í ljós að mikil vinna er fram undan til að tryggja vatn fyrir grunnþarfir fólks. Þá var bent á mikilvægi þess að meta áhættu samfara vatnsöflun. 
 
Susanne Scheierling, fyrrum áveituhagfræðingur hjá Alþjóðabankanum og ein af skipuleggjendum ráðstefnunnar, undirstrikaði nauðsyn þess að taka vatnsmálin inn í þróunarvinnu í víðu samhengi. Þótt flestir litu á vatnsskort sem staðbundinn vanda, þá væri nauðsynlegt að læra af reynslunni og rannsóknum og miðla þeim áfram. Hagfræðingar í vatnsmálum, bæði í þróuðum og vanþróuðum ríkjum, spiluðu þar stóra rullu.
 
Vatnsskortur fer vaxandi í mörgum heimshlutum. Aðkoma og framlag vatnshagfræðinga verður því stöðugt mikilvægara. Ekki aðeins fyrir einstök verkefni, heldur ekki síður fyrir greiningu og stefnumótunarvinnu.“ 
 
Þess má geta að vatnsmálin eru víðar til umræðu um þessar mundir og m.a. verður haldin alþjóðleg ráðstefna um vatn í Marrakesh í Marokkó nú í nóvember (CDP's 2016 Global Water Forum). 
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...