Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Unnur og Flosi eru með verðlaunagripinn fyrir hæst dæmdu kúna, Báru frá Hrafnsstöðum.
Unnur og Flosi eru með verðlaunagripinn fyrir hæst dæmdu kúna, Báru frá Hrafnsstöðum.
Mynd / 641.is
Fréttir 4. apríl 2016

Verðlaun í sauðfjár- og nautgriparækt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Líkt og vani er á aðalfundi Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga voru veitt verðlaun í sauðfjárrækt.  
Þetta árið var bætt við verðlaunum í nautgriparækt sem og einnig Hvatningarverðlaunum Búnaðar­sambandsins. Aðalfundurinn var haldinn á Illugastöðum í Fnjóskadal.
 
Matarskemman hefur vakið eftirtekt
 
Hvatningarverðlaun eru veitt þeim sem vakið hafa eftirtekt og gert góða hluti í tengslum við landbúnað í héraði. Hvatningarverðlaunin eru veitt í fyrsta sinn 2016 hjónunum Jóhönnu Magneu Stefánsdóttur og Þórsteini Rúnari Þórsteinssyni  í Vallarkoti. Þau reka Matarskemmuna á Laugum þar sem þau vinna afurðir beint frá býli en auk þess er áhugasömum aðilum í héraði gert kleift að koma í Matarskemmuna og vinna sínar afurðir  þar í fullbúnu vinnslurými.
 
Farsælt sauðfjárbú
 
Hvatningarverðlaun í sauðfjárrækt voru veitt Jóni Benediktssyni á Auðnum en hann hefur um árabil rekið farsælt sauðfjárbú þar sem þeim ræktunarmarkmiðum hefur verið haldið á lofti að hafa sem allra mestar afurðir eftir ærnar og um árabil hefur frjósemi og vænleiki verið hans aðalsmerki. Til útreiknings koma öll bú sem hafa 50 ær eða meira og tekið er mið af fjölda lamba til nytja, fallþunga og hlutfalls milli vöðva- og fituflokkunar. Í öðru sæti var Sigurður Atlason á Ingjaldsstöðum en Sigurður og Helga á Skarðaborg í því þriðja.
 
 Heiðurshornið veitt Félagsbúinu í Baldursheimi 1
 
Í Baldursheimi hefur verið stunduð kappsöm fjárrækt árum saman sem miðar að sem bestri byggingu fjárins ásamt öðrum afurðatengdum þáttum ræktunarstarfsins.
 
Reiknireglum var breytt á þessu ári, vægi fjölda lamba til nytja var aukið en vægi hlutfalls vöðva- og fituflokkunar minnkað í samræmi við breyttar ræktunaráherslur. Gunnar Þór Brynjarsson veitti verðlaununum viðtöku. Í öðru sæti voru Flosi og Unnur á Hrafnsstöðum og Eyþór Pétursson í Baldursheimi 2 í þriðja sæti. Þess má til gamans geta að fyrstu þrjú sætin hljóta fjögur systkini frá Baldursheimi. Þuríður, Böðvar, Unnur og Eyþór.
 
Nautgriparæktin
 
Verðlaun voru í fyrsta sinn veitt á aðalfundi fyrir hæst dæmdu kýrnar en þau byggja á byggingardómi og afurðum kúa fæddum árið 2011. Verðlaunin hlutu kýrnar Bára frá Hrafnsstöðum, Fagra frá Múla I og Milla frá Skútustöðum II. Unnur og Flosi eru hér á mynd með verðlaunagripinn fyrir hæst dæmdu kúna. Frá þessu er sagt á vefnum 641.is. 

4 myndir:

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...