Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Jóna Bjarnadóttir og Garðar Finnsson, sem heldur á frumgerð heyrúllupoka, í fimmtungi þeirrar stærðar sem fyrirhuguð er með verkefninu. 
Jóna Bjarnadóttir og Garðar Finnsson, sem heldur á frumgerð heyrúllupoka, í fimmtungi þeirrar stærðar sem fyrirhuguð er með verkefninu. 
Mynd / Aðsend
Fréttir 22. desember 2021

Verkefnið „Hey!rúlla“ fær inni í Bjarnarflagi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Landsvirkjun og fyrirtækið PlastGarðar ehf. hafa undirritað samning um aðstöðu fyrir verkefnið „Hey!rúlla“ í skrifstofu­húsnæði Landsvirkjunar við Bjarnarflag í Mývatnssveit.

Þetta verkefni PlastGarðars snýst um að vinna að þróun og hönnun á margnota heyrúllupokum, með það að markmiði að skipta út einnota heyrúlluplasti í landbúnaði fyrir margnota lausn sem er bæði betri og umhverfisvænni. Þegar fyrstu pokarnir eru tilbúnir verða þeir prófaðir samhliða hefðbundnum geymsluaðferðum á heyi í heyrúllum.

Garðar Finnsson, eigandi PlastGarðars, stofnaði fyrirtækið fyrir skömmu. Hann tók nýlega þátt í verkefninu „Vaxtarrými“, sem var fyrsti viðskiptahraðallinn á Norðurlandi, átta vikna hraðall með áherslu á sjálfbærni, mat, vatn og orku. Einn þeirra aðila sem kom að Vaxtarrými var „Eimur“, samstarfsverkefni nokkurra aðila um bætta nýtingu orkuauðlinda á Norðurlandi. Landsvirkjun er einmitt einn bakhjarla Eims.

„Hey!rúlla“ ætlar að skapa hringrásarhagkerfi landbúnaðar­plasts innan Íslands. Markmið okkar er að  margnota heyrúllupokar endist í allt að 15 ár og verði svo að fullu endurunnir í nýja poka. Það er mikilvægt fyrir þróun og vöxt fyrirtækisins að fá góða aðstöðu og ég er bjartsýnn á framhaldið,“ segir Garðar og Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun, bætir við: „Já, við hjá Landsvirkjun fögnum því að fá tækifæri til að hlúa að enn einum vaxtarsprotanum, nú með því að hýsa PlastGarðar í Bjarnarflagi.

Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Liður í því er að styðja við nýsköpun af ýmsum toga, um leið og við eflum samskipti við nærsamfélagið og styðjum við hringrásarhagkerfið.“

Skylt efni: Hey!rúlla

Háskólasamstæða og hátæknilandbúnaður
Fréttir 22. janúar 2025

Háskólasamstæða og hátæknilandbúnaður

Vonir standa til þess að ný háskólasamstæða Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólans á ...

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...