Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Jóna Bjarnadóttir og Garðar Finnsson, sem heldur á frumgerð heyrúllupoka, í fimmtungi þeirrar stærðar sem fyrirhuguð er með verkefninu. 
Jóna Bjarnadóttir og Garðar Finnsson, sem heldur á frumgerð heyrúllupoka, í fimmtungi þeirrar stærðar sem fyrirhuguð er með verkefninu. 
Mynd / Aðsend
Fréttir 22. desember 2021

Verkefnið „Hey!rúlla“ fær inni í Bjarnarflagi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Landsvirkjun og fyrirtækið PlastGarðar ehf. hafa undirritað samning um aðstöðu fyrir verkefnið „Hey!rúlla“ í skrifstofu­húsnæði Landsvirkjunar við Bjarnarflag í Mývatnssveit.

Þetta verkefni PlastGarðars snýst um að vinna að þróun og hönnun á margnota heyrúllupokum, með það að markmiði að skipta út einnota heyrúlluplasti í landbúnaði fyrir margnota lausn sem er bæði betri og umhverfisvænni. Þegar fyrstu pokarnir eru tilbúnir verða þeir prófaðir samhliða hefðbundnum geymsluaðferðum á heyi í heyrúllum.

Garðar Finnsson, eigandi PlastGarðars, stofnaði fyrirtækið fyrir skömmu. Hann tók nýlega þátt í verkefninu „Vaxtarrými“, sem var fyrsti viðskiptahraðallinn á Norðurlandi, átta vikna hraðall með áherslu á sjálfbærni, mat, vatn og orku. Einn þeirra aðila sem kom að Vaxtarrými var „Eimur“, samstarfsverkefni nokkurra aðila um bætta nýtingu orkuauðlinda á Norðurlandi. Landsvirkjun er einmitt einn bakhjarla Eims.

„Hey!rúlla“ ætlar að skapa hringrásarhagkerfi landbúnaðar­plasts innan Íslands. Markmið okkar er að  margnota heyrúllupokar endist í allt að 15 ár og verði svo að fullu endurunnir í nýja poka. Það er mikilvægt fyrir þróun og vöxt fyrirtækisins að fá góða aðstöðu og ég er bjartsýnn á framhaldið,“ segir Garðar og Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun, bætir við: „Já, við hjá Landsvirkjun fögnum því að fá tækifæri til að hlúa að enn einum vaxtarsprotanum, nú með því að hýsa PlastGarðar í Bjarnarflagi.

Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Liður í því er að styðja við nýsköpun af ýmsum toga, um leið og við eflum samskipti við nærsamfélagið og styðjum við hringrásarhagkerfið.“

Skylt efni: Hey!rúlla

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...