Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vert að lofa velgengni forvarna í írskum landbúnaði
Fréttir 1. mars 2016

Vert að lofa velgengni forvarna í írskum landbúnaði

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Árlega koma út ársskýrslur ársins á undan um ýmis mál í byrjun árs. Nokkrum sinnum hef ég vitnað til H.S.A. (Helth and Safety Authority) á Írlandi sem mætti kalla „heilbrigðisstofnun Írlands“. 
 
Undir H.S.A. eru allar stofnanir sem hafa með forvarnir, slys og heilbrigðismál að gera á Írlandi. Eftir útkomu ársskýrslu um banaslys á Írlandi fyrir árið 2014 þar sem 30 banaslys urðu í írskum landbúnaði það ár var lagt upp með áherslur sem beindust að farsímanotkun, börnum undir 17 ára aldri, hættu á gaseitrun frá haughúsum og starfsmönnum sem voru 55 ára og eldri. Árangurinn var að á síðasta ári létust 18 við landbúnaðarstörf sem reiknast nálægt 40% fækkunar slysa við landbúnað.
 
100% árangur í tveim áhersluatriðum
 
H.S.A. þakkar velgengnina fyrst og fremst auknu fjármagni til forvarna. Alls voru 55 banaslys á Írlandi á síðasta ári. Í héruðunum 21 á Írlandi koma verst út vinsælustu ferðamannahéruðin tvö vegna mikillar aukningar ferðamanna samfara aukningu umferðar á þröngum vegum héraðanna. Árangurinn af áherslunum var bestur varðandi haughúsin þar sem enginn lést, einnig var ekkert slys sem mátti rekja til farsímanotkunar, 50% færri slys barna, en svipað margir sem voru yfir 55 ára létust og árið áður.
 
Barátta og virkur gagnagrunnur síðan fyrir 1990
 
H.S.A. hefur gefið út mikið af bæklingum, veggspjöldum og verið með starfsmenn sem fara í heimsóknir sem bæði fræða og laga það sem þarf. Í fréttakynningarriti frá H.S.A. þar sem vitnað var í forstjóra H.S.A. og ráðherra atvinnu og heilbrigðismála voru þeir sammála um að árangurinn væri góður en aldrei mætti slaka á í forvörnum. Tölur og skýrslur einfaldlega sýndu að um leið og slakað væri á þá yrði aukning á slysum. Einnig voru þeir sammála um að það eina sem þeir væru ráðþrota í væri að fækka slysum í landbúnaði hjá þeim sem eru eldri en 55 ára þrátt fyrir mikla áherslu á þennan aldurshóp, en fyrir nokkrum árum voru gefnir út sérstakir forvarnarbæklingar sem ætlaðir voru fyrir markhóp sem er eldri en 65 ára.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...