Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Viðkvæm svæði liggja undir skemmdum
Mynd / HKr.
Fréttir 12. apríl 2017

Viðkvæm svæði liggja undir skemmdum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Landvarsla að vetri er erfiðari en á sumrin vegna tíðarfars. Svæðin eru viðkvæmari fyrir miklum fjölda ferðamanna þegar ekki er frost í jörðu eða hún snævi þakin.  
 
Gróður verður berskjaldaður fyrir traðki þegar hann er í dvala og jörð ekki frosin eða undir snjó. Í mildu vetrarárferði eins og nú gæti tjón af völdum ágangs ferðamanna orðið meira en ella. Ýmis svæði liggja undir skemmdum. 
 
Þetta kemur fram í máli Hákonar Ásgeirssonar, sérfræðings Umhverfisstofnunar á Suðurlandi, á vefsíðu stofnunarinnar. Hann telur einsýnt að spjöll gætu víða komið í ljós í vor, sem kalli á frekari verndun og uppbyggingu vegna ferðamannastraums. Einnig að huga þurfi betur að öryggi ferðamanna. 
 
Grasflötin við Skógafoss illa farin
 
Dæmi um svæði sem hafa farið illa í vetur vegna bleytu og þíðu er við Skógafoss. Grasflötin fyrir framan fossinn er mjög illa farin, að sögn Hákonar, þar sem gróðurinn gat ekki varið sig með frosinni jörð eða snjó. Mesta fjölgun ferðamanna er yfir vetrarmánuðina og er vart núorðið mikill munur á aðsókn milli sumars og vetrar. 
 
Tímabært að huga að landvörslu árið um kring
 
Landverðir eru þó að sögn Hákonar vart sjáanlegir þar sem þeir starfa að mestu bara yfir sumarmánuðina. Ferðamannatímabilið stendur nú yfir allt árið og nauðsynlegt að landvarsla sé í takt við þá breytingu. Nefnir hann sem dæmi að þúsundir leggi leið sína að Skógafossi og Dyrhólaey en þar starfi ekki landverðir yfir veturinn.
 
Hákon segir löngu tímabært að hafa landvörslu allt árið um kring, einkum á fjölmennustu ferðamannastöðunum. Sem dæmi nefnir hann Gullfoss, Geysi, Skógafoss og Dyrhólaey, vetrarlandvarsla væri einnig brýn í Þjóðgarði Snæfellsjökuls, á friðlýst svæði í Borgarfirði og nágrenni og í Mývatnssveit. 
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...