Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Viðkvæm svæði liggja undir skemmdum
Mynd / HKr.
Fréttir 12. apríl 2017

Viðkvæm svæði liggja undir skemmdum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Landvarsla að vetri er erfiðari en á sumrin vegna tíðarfars. Svæðin eru viðkvæmari fyrir miklum fjölda ferðamanna þegar ekki er frost í jörðu eða hún snævi þakin.  
 
Gróður verður berskjaldaður fyrir traðki þegar hann er í dvala og jörð ekki frosin eða undir snjó. Í mildu vetrarárferði eins og nú gæti tjón af völdum ágangs ferðamanna orðið meira en ella. Ýmis svæði liggja undir skemmdum. 
 
Þetta kemur fram í máli Hákonar Ásgeirssonar, sérfræðings Umhverfisstofnunar á Suðurlandi, á vefsíðu stofnunarinnar. Hann telur einsýnt að spjöll gætu víða komið í ljós í vor, sem kalli á frekari verndun og uppbyggingu vegna ferðamannastraums. Einnig að huga þurfi betur að öryggi ferðamanna. 
 
Grasflötin við Skógafoss illa farin
 
Dæmi um svæði sem hafa farið illa í vetur vegna bleytu og þíðu er við Skógafoss. Grasflötin fyrir framan fossinn er mjög illa farin, að sögn Hákonar, þar sem gróðurinn gat ekki varið sig með frosinni jörð eða snjó. Mesta fjölgun ferðamanna er yfir vetrarmánuðina og er vart núorðið mikill munur á aðsókn milli sumars og vetrar. 
 
Tímabært að huga að landvörslu árið um kring
 
Landverðir eru þó að sögn Hákonar vart sjáanlegir þar sem þeir starfa að mestu bara yfir sumarmánuðina. Ferðamannatímabilið stendur nú yfir allt árið og nauðsynlegt að landvarsla sé í takt við þá breytingu. Nefnir hann sem dæmi að þúsundir leggi leið sína að Skógafossi og Dyrhólaey en þar starfi ekki landverðir yfir veturinn.
 
Hákon segir löngu tímabært að hafa landvörslu allt árið um kring, einkum á fjölmennustu ferðamannastöðunum. Sem dæmi nefnir hann Gullfoss, Geysi, Skógafoss og Dyrhólaey, vetrarlandvarsla væri einnig brýn í Þjóðgarði Snæfellsjökuls, á friðlýst svæði í Borgarfirði og nágrenni og í Mývatnssveit. 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...