Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Mynd / Bbl
Fréttir 6. ágúst 2021

Viðmið sveitarfélaga um lágmarksfjölda lögfest

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Ein meginbreytingin sem nýtt stjórnarfrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga, felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns.

Markmiðið með breytingunum er að styrkja umgjörð og grundvöll sveitarstjórnarstigsins og tryggja að sveitarfélög geti sinni lögboðinni skyldu sinni. Einnig að auka sjálfsstjórn og sjálfbærni sveitarfélaga og efla sveitarstjórnarstigið í heild þannig að sveitarfélög séu betur í stakk búin til að mæta margvíslegum áskorunum sem þau og samfélagið allt stendur frammi fyrir á hverjum tíma, sem og að sinna brýnum hagsmunamálum íbúanna.

Lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði 1.000 íbúar

Í því skyni að auka sjálfbærni sveitarfélaga og tryggja getu þeirra til að annast lögbundin verkefni skal nú stefna að því að lágmarks­íbúafjöldi sé ekki undir 1.000. Ef íbúafjöldi er undir þeim mörkum við almennar sveitarstjórnarkosningar skal sveitarstjórn þess, innan árs frá þeim kosningum, leitast við markmiðinu með því að hefja formlegar sameiningar viðræður við annað eða önnur sveitarfélög eða vinna álit um stöðu sveitarfélagsins, getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum og tækifærum sem felast í mögulegum kostum sameiningar sveitarfélagsins við annað eða önnur sveitarfélög.

Eftir þinglega meðferð var horfið frá því að ráðherra geti haft frumkvæði að sameiningu sveitarfélaga hafi sveitarfélögum ekki tekist að ná lágmarksíbúafjölda fyrir árið 2026. 

Mikilvæg hagræn áhrif upp á allt að 5 milljarða króna

Í greinargerð með frumvarpinu var fjallað um greiningu á hagrænum áhrifum þess að fækka sveitarfélögum með því að hafa viðmið um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. Samkvæmt greiningunni er áætlað að hagræn áhrif kunni að verða 3,6–5 milljarðar króna vegna breyttra áherslna við rekstur sveitarfélaga.

Þannig kann mögulegur sparnaður sem verður í rekstri stjórnsýslu sveitarfélaga að verða nýttur til að auka þjónustustig við íbúa sveitarfélaga. Einhver kostnaður mun koma til vegna undirbúnings sameininga en gert er ráð fyrir að sveitarfélög geti sótt um styrki fyrir slíku til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...