Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá afhendingu landgræðsluverðlaunanna 2018. Talið frá vinstri: dr. Ólafur Arnalds, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, fulltrúar Hrunamannahrepps, þau Börkur Brynjarsson, Hannibal Kjartansson, Halldóra Hjörleifsdóttir og Jón G. Valgeirsson, en
Frá afhendingu landgræðsluverðlaunanna 2018. Talið frá vinstri: dr. Ólafur Arnalds, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, fulltrúar Hrunamannahrepps, þau Börkur Brynjarsson, Hannibal Kjartansson, Halldóra Hjörleifsdóttir og Jón G. Valgeirsson, en
Fréttir 17. maí 2018

Viðurkenningar veittar fyrir landgræðslu og landbætur

Höfundur: Vilmundur Hansen
Landgræðsluverðlaunin 2018 voru afhent á ársfundi Land­græðslunnar fyrir skömmu. Verðlaunin eru veitt árlega einstaklingum og félagasamtökum sem hafa unnið að landgræðslu og landbótum. Með veitingu landgræðsluverðlaunanna vill Landgræðslan vekja athygli á mikilvægu starfi margra áhugamanna að landgræðslu­málum. 
 
Verðlaunahafar að þessu sinni voru Hrunamannahreppur, Sigrún Snorradóttir og Guðmundur Eiríksson, Starmýri I í Álftafirði og Ólafur Arnalds, doktor í jarðvegsfræðum og prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
 
Hrunamannahreppur
 
Á heimasíðu Landgræðslunnar segir að Landgræðslan og Hruna­mannahreppur hafi unnið að þróunarverkefni um hvernig nýta mætti seyru til landgræðslu frá árinu 2012. 
 
Við gróðurmælingar þremur árum eftir að verkefnið hófst kom í ljós að gróðurþekjan hafði aukist úr 15 í 65% sem verður að teljast góður árangur eftir einskiptis landgræðsluaðgerð. 
 
Sveitarfélagið hóf þá samstarf við fjögur önnur sveitarfélög, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshrepp, Flóahrepp og Skeiða- og Gnúpverjahrepp, um nýtingu seyru til uppgræðslu og hafa þau byggt upp sameiginlega aðstöðu fyrir verkefnið. 
 
Aðferðum hefur verið breytt, þannig að seyran er ekki lengur felld ofan í jörðina, heldur er kalki blandað í hana og henni dreift á yfirborð landsins. Kölkunin drepur allar smitandi örverur og því er heimilt að dreifa henni á yfirborðið. 
 
Með þessu verkefni hefur verið rudd braut til að nýta lífrænan úrgang sem fellur til í öllum sveitarfélögum til uppgræðslu. Þannig hefur efni sem áður var meðhöndlað sem úrgangur sem þyrfti að farga, verið breytt í verðmæta afurð. 
 
Sigrún Snorradóttir og Guðmundur Eiríksson
 
Árið 1995 markar ákveðin þáttaskil í uppgræðslu lands á Starmýri en þá tóku bændur á Starmýrarbæjum sig saman og hófu í félagi uppgræðslu mela með kerfisbundnum hætti undir merkjum verkefnisins Bændur græða landið. Það uppgræðslustarf hefur haldist nær óslitið síðan þó að hin síðari ár hafi aðstæður breyst á nágrannabæjum og verkefnin einskorðast við elju og áhuga þeirra hjóna á Starmýri I.
 
Starfið ber allt merki mikillar natni, umhyggju fyrir landinu og metnaði í uppgræðslustarfinu. 
 
 Ólafur Arnalds
 
Ólafur Arnalds, doktor í jarðvegsfræðum og prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, hefur fengist við rannsóknir á íslenskum jarðvegi um áratuga skeið, þar á meðal rannsóknir á eðli jarðvegsrofs og sandfoks, sem er óvíða meira en hér og hefur mótandi áhrif á vistkerfi landsins. Ólafur hefur einnig stundað rannsóknir á landgræðslu, kolefnisbindingu í jarðvegi, vistheimt og ástandi lands.
 
Ólafur hefur verið mikilvirkur í ritstörfum og eftir hann liggja innlend og alþjóðleg fræðirit, auk fjölda ritrýndra greina. Hann hefur einnig verið ötull við að miðla fróðleik um íslenskan jarðveg og ástand vistkerfa til almennings.
 
Á árunum 1991–1997 stýrði Ólafur kortlagningu jarðvegs­rofs á Íslandi og gerð fræðslu- og kennsluefnis um sama efni. Fyrir það verkefni hlaut hann Umhverfisverðlaun Norður­landa­ráðs árið 1998.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...