Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Verðlaunahafar, frá vinstri: Sigurgeir Pálsson, Sigtúnum, Guðmundur Bjarnason, Svalbarði, Guðmundur Guðmundsson, Halllandi, Sölvi Hjaltason, Hreiðarsstöðum, Orri Óttarsson, Garðsá, Ágúst Ásgrímsson, Kálfagerði, Helgi Steinsson, Syðri-Bægisá, Hermann Ingi
Verðlaunahafar, frá vinstri: Sigurgeir Pálsson, Sigtúnum, Guðmundur Bjarnason, Svalbarði, Guðmundur Guðmundsson, Halllandi, Sölvi Hjaltason, Hreiðarsstöðum, Orri Óttarsson, Garðsá, Ágúst Ásgrímsson, Kálfagerði, Helgi Steinsson, Syðri-Bægisá, Hermann Ingi
Mynd / MÞÞ
Fréttir 17. febrúar 2016

Viðurkenningar veittar vegna eyfirskra kúa

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Á fundi Félags eyfirskra kúabænda sem haldinn var í Hlíðarbæ voru veittar viðurkenningar fyrir hæst dæmdu kýrnar og kýr sem þóttu skara fram úr þar sem vegið var saman dómur og afurðamat. Guðmundur P. Steindórsson, fyrrverandi ráðunautur, greindi á fundinum frá niðurstöðum kúadóma í Eyjafirði. 
 
Haldin var sú venja að taka fyrir ákveðinn árgang kúa og var nú komið að kúm fæddum árið 2010. Þessi árgangur samanstóð af 1.403 kúm á 91 búi og er því meðalfjöldi dæmdra kúa á hvert bú 15,4 kýr. Þetta eru nokkru færri kýr en komið hafa til dóms úr næstu árgöngum á undan. Það skýrist að einhverju leyti af því, að í ársbyrjun 2014 var byrjað að taka gjald fyrir dóma á kvígum undan heimanautum sem varð þess valdandi að þær komu ekki allar með. Jafnframt var þá hætt að nota gamla dómstigann, en út frá línulega skalanum  reiknuð út heildardómseinkunn fyrir gripinn. Þetta verkar þannig að nokkuð teygist á einkunninni, þ.e. að lægstu kýr fara nokkuð niður fyrir 70 stig og þær hæstu vel yfir 90. Áhrif þessa  komu þó ekki verulega fram á 2010-árganginum  þar sem aðeins 16% af hópnum voru dæmd eftir breytinguna.
 
Einkunn frá 67 stigum upp í rúmlega 92
 
Dómseinkunnin dreifist frá 67 stigum upp í 92,4 og reyndist að meðaltali vera 82,0 stig. Meðalaldur kúnna við 1. burð var 28,9 mánuðir. Skipting hópanna eftir feðrum var þannig, að 33,4% kúnna voru undan reyndum nautum, 41,7% undan ungnautum og 24,9% undan heimanautum. Dómseinkunn fyrstnefnda hópsins var 82,3 stig, ungnautanna 81,9 og heimabolanna 81,6 stig. Segja má að það valdi vonbrigðum að meðalafurðamat alls hópsins reyndist aðeins vera 99,0 stig og kynbótamat 99,3 stig. Reyndu feðurnir eru að langmestu leyti naut af 2002-árgangi, en ungnautin fædd 2007 og 2008.

15 myndir:

Skylt efni: eyfirskir kúabændur

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...