Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ingvi Stefánsson.
Ingvi Stefánsson.
Mynd / HKr.
Fréttir 18. janúar 2021

Vill að tollasamningar við ESB verði endurskoðaðir

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Félag svínabænda hélt aðalfund sinn núna í gegnum fjarfundar­búnað föstudaginn 11. desember. Stjórn er óbreytt og er Ingvi Stefánsson áfram formaður, Geir Gunnar Geirsson varaformaður og Sveinn Jónsson ritari. Á fundinum voru samþykktar eftirfarandi tillögur:

Endurskoðun félagskerfis bænda

  • Aðalfundur Félags svínabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 11. desember 2020 styður fram komnar hugmyndir stjórnar BÍ um veltutengt félagsgjald. Enda sé því varið í öfluga hagsmunagæslu fyrir allar greinar landbúnaðarins og hún endurspeglist í fjárframlögum viðkomandi búgreinar

Endurskoðun tollasamnings Íslands við ESB

  • Aðalfundur Félags svínabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 11. desember 2020, skorar á stjórnvöld að endurskoða tollasamning við ESB um búvörur sem tók gildi 1. maí 2018. Það að ekki skyldi í upphafi verið tekið tillit til mismunandi stærða markaða, hafði í för með sér að það voru engar forsendur fyrir samningnum strax við undirritun hans. Örríki sem telur um 350 þúsund íbúa getur aldrei staðið undir samningi tonn á móti tonni við 500 milljóna manna markað. Hrun í ferðamannamarkaði í kjölfar Covid, ásamt BREXIT hafa svo sett punktinn yfir i-ið til að fullkomna forsendubrestinn. 
Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...