Vill banna erfðabreytta ræktun í Skotland:
Höfundur: Vilmundur Hansen
Þingmaður í Skotlandi leggur til að bann verði sett alla ræktun á erfðabreyttum matvælum í landinu til vernda hreinleika innlendra afurða og ímynd landsins. Bændur segja bannið takmarka möguleika þeirra til ræktunar.
Skoski þingmaðurinn Richard Lochhead segist ætla að leggja fram frumvarp á þingi landsins sem leggur bann við ræktun á erfðabreyttum matvælum í Skotlandi, verði það samþykkt. Meðal raka Lochhead er að Skotar hafi ekki ráð á því taka áhættuna sem fylgir því að rækta erfðabreytt matvæli þar sem enginn viti fyrir víst hvað slíkt getur haft í för með sér fyrir landbúnað í framtíðinni. Hann segir einnig að með því að banna ræktun á erfðabreyttum matvælum muni Skotland tryggja ímynd sína sem hreint og fallegt land.
Hugmyndin hefur mætt talsverðri gagnrýni meðal bænda og sérfræðinga sem tengjast ræktun og landbúnaði. Bændur benda á að verði bannið að veruleika muni það takmarka möguleika þeirra til ræktunar verulega og gera þá ósamkeppnishæfa gagnvart löndum þar sem ræktun á erfðabreyttum matvælum er leyfð.