Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Umhverfisráðherra og og forstjóri Hafrannsóknastofnunar hafa undirritað samning sem felur í sér að efla vöktun á súrnun hafsins og áhrifum hennar á lífríki og vistkerfi í hafinu umhverfis Ísland. Mynd / HKr.
Umhverfisráðherra og og forstjóri Hafrannsóknastofnunar hafa undirritað samning sem felur í sér að efla vöktun á súrnun hafsins og áhrifum hennar á lífríki og vistkerfi í hafinu umhverfis Ísland. Mynd / HKr.
Fréttir 18. október 2019

Vöktun á súrnun sjávar og jöklum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ríflega 250 milljónum króna verður varið til að efla vöktun á súrnun sjávar og á jöklum næstu fimm árin hér á landi. Ákvörðunin var tilkynnt í tilefni útkomu nýrrar skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um áhrif loftslags­breytinga á hafið og freðhvolfið.

Í skýrslunni eru dregnar saman upplýsingar um áhrif loftslags­breytinga á jökla og höf sem eru þeir þættir sem varða Íslendinga einna mest. Í yfirliti yfir efni skýrslunnar á vef Veðurstofu Íslands kemur meðal annars fram að allar ísbreiður og jöklar á jörðinni eru að minnka vegna loftslagsbreytinga, sjávarborð hækkar meira en gert var ráð fyrir og súrnun sjávar hefur aukist.

Umhverfisráðherra og forstjóri Hafrannsóknastofnunar hafa undir­ritað samning sem felur í sér að efla vöktun á súrnun hafsins og áhrifum hennar á lífríki og vistkerfi í hafinu umhverfis Ísland. Hafrannsóknastofnun fær 35 milljónir króna á árinu 2019 og 30 milljónir króna árlega á árunum 2020 til 2023, eða samtals 155 milljónir króna, til þessa viðfangsefnis.

Framlögum ársins í ár verður varið til kaupa á tækjabúnaði til þess að efla vöktun sem þegar á sér stað um sýrustig í hafi, en einnig til að hefja vöktun á botndýrum með tilliti til súrnunar sjávar. Einnig hefur verið tilkynnt um aukna vöktun Veðurstofu Íslands á jöklum á Íslandi undir heitinu Hörfandi jöklar. Alls verður 15 milljónum króna varið í vöktunina í ár og samtals 21 milljón króna frá og með næsta ári. Á árabilinu 2019 til 2023 er því um tæpar 100 milljónir að ræða.

Áður hafði verið ákveðið að efla vöktun á sjávarstöðubreytingum og skriðuhættu, m.a. með vísan í afleiðingar loftslagsbreytinga. Bætt vöktun á ofangreindum þáttum styrkir starf við hættumat og almanna­varnir og nýtingu auð­linda, auk þess að bæta vísindalega þekkingu.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...