Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Yfirlýsing frá Sambandi garðyrkjubænda
Fréttir 30. nóvember 2016

Yfirlýsing frá Sambandi garðyrkjubænda

Að gefnu tilefni skal það áréttað að merki um vistvæna vottun er Sambandi garðyrkjubænda óviðkomandi. Samband garðyrkjubænda hefur hins vegar einkaleyfi á vörumerkinu ,,Íslensku fánaröndinni“ en hún stendur fyrst og fremst fyrir íslenskan uppruna vörunnar. 

Þeir sem nota það vörumerki þurfa til þess leyfi frá Sambandi garðyrkjubænda. 

Um þessar mundir stendur yfir innleiðing á gæðakerfi og endurskoðun á reglum um fánaröndina. Í framtíðinni mun Íslenska fánaröndin vera tákn um íslenskan uppruna og að þeir sem merkið nota fylgi fyrirfram mörkuðum gæðaferlum sem teknir eru út af þriðja aðila. Þegar er hafið reynsluverkefni í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vegna þess.

Samband garðyrkjubænda hvetur og styður félaga sína og aðra til að vanda til verka við merkingar og þiggur gjarnan ábendingar um það sem betur mætti fara í þeim efnum.  Jafnframt væri ánægjulegt að fá upplýsingar um þá sem eru til fyrirmyndar varðandi nákvæmni og gæði í merkingum.

Það er sameiginlegt verkefni framleiðenda, seljenda og kaupenda að standa vel að merkingum og veita nauðsynlegt aðhald til að svo megi verða.  Sambandi garðyrkjubænda er bæði ljúft og skylt að taka  þátt í því.

Skylt efni: Íslensk garðyrkja

Fjölmennum eigendahópum fjölgar
Fréttir 26. mars 2025

Fjölmennum eigendahópum fjölgar

Undanfarin ár hefur orðið veruleg fjölgun jarða í fjölmennri sameign. Sé miðað v...

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...