Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra.
Fréttir 30. janúar 2017

„Fórum yfir nokkur atriði búvörusamninganna“

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra sagði í samtali við Bændablaðið að á fundi hennar með forsvarsmönnum BÍ fyrir skömmu hefði verið farið yfir nokkur atriði sem lúta að búvörusamningum og landbúnaði almennt. Auk þess sem fundinum hafi verið ætlað efla samskiptin Bændasamtakanna og nýs landbúnaðarráðherra.

Endurskoðunarnefndin endurskoðuð

„Sindri og Sigurður voru meðal annars að spyrjast fyrir um nefndina sem ætlað er að endurskoða búvörusamningana og hvernig ég hef hugsað mér að hana. Hvernig endurskoðun varðandi tollkvóta verður háttað og hvernig á að endurskoða mál mjólkuriðnaðarins og samkeppnislög.

Ég sagði þeim að ég ætlaði að endurskipa eða endurraða í endurskoðunarnefnd. Ég er ekki enn búin að ákveða hvort nefndin verði skipuð öll að nýju eða hvort ég tek út þá fulltrúa sem voru skipaðir af síðasta ráðherra og skipa nýja í þeirra stað.“

Fyrirkomulag tollkvóta skoðað

„Endurskoðun á fyrirkomulagi tollkvóta er annað verkefni sem verður að skoða að mínu mati í ljósi þess að tollkvótarnir munu aukast mikið á næstunni. Ég tel að fyrirkomulag tollkvótanna eins og þeir eru í dag muni ekki nýtast neytendum sem skyldi eftir að þeir verða auknir.“

Þorgerður segir að áður en nokkuð verði ákveðið með breytingar á tollkvótunum ætli hún að bíða eftir samþykkt Evrópusambandsins um málið sem væntanlega liggur fyrir í vor.

Samkeppnisumhverfi mjólkuriðnaðarins

„Hvað mjólkuriðnaðinn og samkeppnislög varðar sagði ég Sindra og Sigurði að eitt af því sem ég ætlaði mér að gera væri að láta skoða samkeppnisumhverfi mjólkuriðnaðarins, en ekkert hefur verið ákveðið í þeim málum enn sem komið er,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. 

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...