Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Auðólfsstaðir
Bóndinn 23. júlí 2015

Auðólfsstaðir

Þorsteinn Jóhannsson er fæddur og uppalinn á Auðólfsstöðum og hefur alltaf unnið við búið, en árið 2003 kaupir hann bústofn og land af foreldrum sínum. Síðan hafa þau Ingibjörg  Sigurðardóttir rekið félagsbú þar með þeim. 
 
Býli:  Auðólfsstaðir.
 
Staðsett í sveit:  Langadal, Austur-Húnavatnssýslu.
 
Ábúendur: Þorsteinn Jóhannsson og Ingibjörg Sigurðardóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Eigum einn son, Emil Jóhann (2002). Kettirnir eru tveir, Malla og Yellow. Erum svo með tvo fjárhunda, Týru og Mús.
 
Stærð jarðar? Ræktað land er 56 ha en jörðin er eitthvað rúmlega yfir 1.000 hektarar.
 
Gerð bús? Kúabú með kindur og hross til gamans.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 110 nautgripir, þar af 44 mjólkurkýr, 50 
kindur og 30 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Hefðbundinn dagur byrjar og endar í fjósi, svo eru verkefnin misjöfn þar á milli. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Alltaf skemmtilegt þegar vel gengur, svo er sérstaklega gaman þegar Jens vinnumaður kemur og keyrir skít. Leiðinlegast er að keyra heim rúllur.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Sennilega svipaður nema vonandi verður búið að bæta eða breyta mjaltaaðstöðu.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru í nokkuð góðum höndum en við þurfum samt að passa okkur á að standa saman sem ein heild!
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel ef við höldum okkar íslensku sérstöðu.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Vonandi getum við haldið áfram að flytja út okkar hreinu landbúnaðarvöru, lambakjöt og skyr.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ef Emil væri spurður þá væri svarið: ekkert.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt í ýmsu formi, grillað, í karrí eða í kjötkássu.
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Ekkert sérstakt kemur upp í hugann en gaman var þegar við settum gripi í nýju aðstöðuna í hlöðunni og hættum að vera með þá á hálmi/skít.

6 myndir:

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...

Reksturinn í góðum höndum
Bóndinn 14. júní 2024

Reksturinn í góðum höndum

Bústjóri og fjósameistari Flateyjar á Mýrum taka nú við keflinu en lesendur geta...

Með korn og kýr í haga
Bóndinn 31. maí 2024

Með korn og kýr í haga

Nú kynnast lesendur búskapnum á Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en við ...

Bjartsýnir geitabændur
Bóndinn 17. maí 2024

Bjartsýnir geitabændur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Gilhaga í Öxarfirði, en við gefum Brynjari Þór V...

Starfinu fylgja forréttindi
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Ska...

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...