Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Birnustaðir Skeiðum
Bóndinn 9. ágúst 2022

Birnustaðir Skeiðum

Á bænum Birnustöðum á Skeiðum búa hjónin Jóna Þórunn Ragnarsdóttir og Ólafur Hafliðason, sem reka holdakúabú með myndarbrag.

Býli: Birnustaðir, Skeiðum.

Staðsett í sveit: Í hlíðum Vörðufells.

Ábúendur: Ólafur Hafliðason og Jóna Þórunn Ragnarsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við hjónin, Sigurjón Tristan, 13 ára,
Elín Viktoría, 10 ára, Steinunn Birna, 1 árs og Herdís Vala, 3 mánaða. Hundurinn Vaskur og kötturinn Tommi.

Stærð jarðar: Um 350 hektarar, þar af 40 hektarar í túni.

Gerð bús: Holdakúabú.

Fjöldi búfjár: 20 kýr auk uppeldis og 30 naut í eldi. 3 reiðhross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Nautin hirt kvölds og morgna. Önnur verk velta á árstíð, útigangi gefið, vélum klappað eða heyskap sinnt.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast þegar kálfarnir skoppa um en leiðinlegast að gera við eða þegar skepnur veikjast.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Kýrnar orðnar ríflega 30 talsins, nautin um 100 og að við þurfum ekki að stunda svona mikla vinnu utan bús. Vonandi verður búið að banna lausagöngu sauðfjár svo við getum nýtt hagana eingöngu fyrir okkar gripi og mögulega farið í smá skógrækt.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu á íslenskum búvörum? Heilnæmar og hreinar íslenskar afurðir eiga alltaf upp á pallborðið. Við þurfum að sýna neytendum betur að dýravelferðin sé okkur bændum mikilvæg.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur. Ef vel ætti að vera þyrfti bóndinn að mjólka eins og eina kú til að standa undir mjólkurþambinu.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Það fúlsar enginn við nautasteik þó Tristan myndi kjósa hamborgara í öll mál.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Við höfum brallað ýmislegt misgáfulegt en ætli það sé ekki þegar kýrin Góla bar sínum fyrsta kálfi og var heldur illskeytt þegar við komum að merkja hann (settum met í 100 metra hlaupi).

Uppáhaldstæki/vél eða áhald? Óli: Fífi! (New Holland L85) Jóna: Finnst það gott frí að fá að raka á Júdasi (New Holland TS100).

Hvað finnst fólki gaman að gera þegar það er ekki í vinnunni? Frí? Hvað er það?

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...