Breiðavað
Stefanía kom í Breiðavað 1984 og hóf þar búskab ásamt Kristjáni Frímanssyni og móður hans Guðrúnu Blöndal. Kristján lést árið 1999 og Stefanía, ásamt Þórarni Bjarka Benediktsyni, keypti jörðina af Guðrúnu árið 2000.
Býli: Breiðavað.
Staðsett í sveit: Austur-Húnavatnssýsla.
Ábúendur: Stefanía Egilsdóttir og Þórarinn Bjarki Benediktsson.
Fjölskyldustærð (og gæludýr):
Dæturnar okkar fjórar eru Dagný Björk fædd 1985, Jenný Drífa fædd 1990, Árný Dögg fædd 1995 og Hjördís fædd 2002. Gæludýrin eru chihuahua-tíkin Tanja, kötturinn Snúlla og sex border collie-hundar.
Stærð jarðar: 982 ha.
Gerð bús: Sauðfjárbú.
Fjöldi búfjár og tegundir:
550 fjár, 24 hross, níu geitur og kiðlingar.
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Hefbundið á sauðfjárbúi.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt gaman ef við gerum það saman, nema tína plast af girðingum, segir Hjördís.
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan og nú, kannski fleiri geitur.
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Bara vonandi vel .
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í hreinum afurðum.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Mjólk, ostur, skinka og svolítið af bjór.
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt .
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við tókum við jörðinni og einnig þegar við fengum okkur geitur.