Brúsastaðir
Gróa og Sigurður keyptu Brúsastaði árið 1994 af foreldrum Gróu, en þá var þar blandað bú. Þau breyttu í kúabú og stækkuðu það upp úr 2000 í það sem það er í dag.
Býli: Brúsastaðir, Vatnsdal.
Staðsett í sveit: Húnavatnshrepppi, A-Hún.
Ábúendur: Gróa Lárusdóttir, Sigurður Ólafsson.
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Hokrum ein í kotinu.
Stærð jarðar? Jörðin er 500 ha, öll grasi gróin.
Gerð bús? Mjólkur- og nautakjötsframleiðsla.
Fjöldi búfjár og tegundir? 140 gripir, þar af 50 mjólkurkýr og 10 hross.
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Allir dagar hefjast í fjósinu og enda þar líka. Svo fer það eftir árstíðum hvað gert er þar á milli.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Heyskapur og allt ræktunarstarf er mjög skemmtilegt. Leiðinlegast er stöðugur ágangur álfta og gæsa í túnum.
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Eftir fimm ár vonumst við til að allt verði hér í blóma.
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Teljum þau vera í þokkalegu lagi.
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi sem allra best.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Það er í skyri og lambakjöti.
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, skyr og mjólk (aldrei coke).
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kjöt og kjötsúpa.
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegast er þegar við fluttum í nýtt fjós haustið 2002.