Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Efstidalur 2
Bóndinn 8. júlí 2021

Efstidalur 2

Á bænum Efstadal 2 í Bláskóga­byggð er rekið kúabú með mjólkurvinnslu, auk þess sem bændurnir eru með ferðaþjónustu á bænum.

Býli:  Efstidalur 2.

Staðsett í sveit: Laugardal í Bláskóga­byggð.

Systkinin í Efstadal 2. 

Ábúendur: Halla Rós, Björgvin,  Sölvi, Kristín I. Gunn, Guðrún Karitas, Árni, Linda Dögg, Héðinn og börn þeirra sem eru samtals 10. Svo gömlu bændurnir, Snæbjörn og Björg, sem búa í sínu koti. Svo eru það hundarnir Meyja og Þula. Kötturinn Grettir og nokkrar hænur og nokkrar kanínur.

Stærð jarðar?  Um 500 ha og einnig  land sem er óskipt með Efstadal 1.

Ísinn í Efstadal 2. 

Gerð bús? Efstidalur 2 er kúabú og ferðaþjónusta.

Lítil mjólkurvinnsla er á bænum ásamt veitingastað, kaffihúsi og hóteli með 15 herbergjum. Framleitt er skyr, Efsti-ostur og ís. Allt okkar kjöt er notað á veitingastaðnum og grænmetið verslað frá bændum í uppsveitinni. Við leggjum mikla áherslu á það að versla í nærsveitinni og veljum alltaf íslenskt ef möguleiki er á því.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnu­dagur fyrir sig á bænum?

Það er alltaf líf og fjör í sveitinni og verkefnin eru mörg dag hvern. Hugsa þarf um dýrin, framleiða mat og halda öllu hreinu. Það má ekki  gleyma að nefna hestana sem eru ekki síður stór partur af okkar daglega lífi. Fjölskyldan er dugleg að fara á hestbak og við erum með litla hestaleigu þar sem ferðamenn geta komið og farið í reiðtúr. Hægt er að koma til okkar og fara á hestbak, leika á leiksvæðinu og skoða dýrin, snæða hádegis- eða kvöldverð og toppa daginn með heimagerðum ís.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bú­störfin? Skemmtilegast er að ríða út og njóta náttúrunnar en leiðinlegast er að reyta arfa, moka skít og drepa njólann sem Danakonungur færði okkur að gjöf.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við stefnum á að halda áfram hefðbundnum búskap og ferðaþjónustu og reyna  alltaf að gera pínubetur í dag en í gær.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Við sjáum fullt af tækifærum í framleiðslu og nýsköpun á okkar vörum og má þá t.d. nefna ostagerð.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Í ísskápnum okkar er alltaf til mjólk. 

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Efstadalshamborgarinn er alltaf vinsælastur, flestir velja Hverinn en svo er það líka mömmu skyrborgarinn sem skorar hátt hjá fjölskyldunni.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar Árni bóndi var nýbúinn að fjárfesta í glænýjum Samsung snjallsíma og fór montinn í fjósið að mjólka. Hann var lítið kátur þegar einni beljunni tókst að skíta í vasann þar sem nýi síminn var. Við eigum mjög mörg eftirminnilega atvik úr bústörfunum sem erfitt er að velja úr. Efstadalsfjölskyldan biður að heilsa og hlakkar til að taka á móti gestum í sumar þar sem við erum búin að vera frekar einangruð í tvö ár út af dálitlu.

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...