Eysteinseyri
Ábúendur á Eysteinseyri eru Marinó Bjarnason og Freyja Magnúsdóttir. Þau ætla að halda áfram svipaðri sauðfjárrækt en bæta við sig í ferðaþjónstu.
Býli: Eysteinseyri.
Staðsett í sveit: Tálknafirði.
Ábúendur: Marinó Bjarnason og Freyja Magnúsdóttir.
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum bara tvö í kotinu. Gæludýrið er eitt, letikötturinn Yrsa.
Stærð jarðar? 18 hundruð að fornu mati og dýrleika.
Gerð bús? Sauðfjábú.
Fjöldi búfjár og tegundir? Kindur eru 85, 6 hrútar, 17 íslenskar landnámshænur og tveir hanar, 2 hestar, 100 þúsund býflugur og síðast en ekki síst Táta fjárhundur og 8 hvolpar.
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Almenn sveitastörf, gjafir og önnur verk. Frúin sinnir bleikjuvinnslu í Tungusilungi.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður að vori og hunangstekja að hausti. Leiðinlegast þegar veikindi og slys eru á búfé.
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan í skepnuhaldi en bætum við okkur ferðaþjónustu.
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Mætti styðja betur við þá bændur sem eyða tíma sínum við félagstörf í þágu bænda.
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Honum mun vegna vel ef við gætum vel að helsta kosti hans, hreinleikanum.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Með okkar frábæru hreinu búvöru ætti að vera léttur leikur að markaðssetja hana hvar sem er.
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólkurvörur, egg, rabarbarasulta og lýsi.
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Steiktur lambahryggur með öllu.
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það má segja að tvö atvik standa upp úr; þegar við fylltum fjárhúsin og líka þegar fyrsta býflugnabúið kom á bæinn.