Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hamar
Bóndinn 25. apríl 2018

Hamar

Jakob Pálsson er fæddur og uppalinn á Hamri og tók við rekstri sauðfjárbúsins 1997 af foreldrum sínum, Páli Jakobssyni og Guðrúnu Jónu Jónsdóttur, sem voru þá einnig með kúabú. 
 
Býli:  Hamar.
 
Staðsett í sveit: Barðaströnd á sunnanverðum Vestfjörðum.
 
Ábúendur: Jakob Pálsson og Guðný Matthíasdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Á bænum búa sjö manns, 3 kynslóðir.  Páll Jakobsson og Guðrún Jóna Jónsdóttir, Jakob Pálsson, aðalbóndinn og Guðný Matthíasdóttir ásamt þremur börnum, Páli Kristni, 19 ára,  er í skóla í Reykjavík, Ólafi Sölva, 17 ára, og Steinunni Rún, 14 ára.  
Gæludýr eru kötturinn Styrmir, tíkin Fífa og fjórar kanínur.
 
Stærð jarðar?  Ræktað land 15 hektarar og nógur úthagi og beitiland.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 210 kindur, 7 hrútar, 16 hænur og 3 hanar. Auglýsi hér með tvo hana sem annars verða étnir.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hluti af deginum fer í að keyra yngsta barnið í og úr skóla á Patreksfjörð og síðan farið í fjárhúsin og deginum eytt í hefðbundin störf á bænum. 
Tvisvar í viku vinnur bóndinn í fiskeldi hjá Svenna í Vatnsfirði.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður er alltaf skemmtilegastur og leiðinlegast er þegar vélarnar bila í miðjum heyskap.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Ef staða sauðfjárbænda lagast þá verður áframhald á búskap og jafnvel aukið við.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Mikið er rætt og sett fram sem er gott en það þarf mikla vinnu til að laga kjör bænda.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Landbúnaðarafurðir frá Íslandi munu verða mjög eftirsóttar vegna hreinleikans í framtíðinni. Við þurfum að gera út á það.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Hreinlega í öllu sem hægt er að rækta og framleiða.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólkurvörur, egg og pylsur.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Hefðbundin sunnudagssteik, lambalæri með brúnuðum kartöflum og rabarbarasultu.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar gelmingur bar þremur lömbum var sérstakt og svo þegar bóndinn stakk sig á nagla í stíuhlera og fékk slæma blóðeitrun og lá í viku á sjúkrahúsi yfir háannatímann í fjárragi.
Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...

Reksturinn í góðum höndum
Bóndinn 14. júní 2024

Reksturinn í góðum höndum

Bústjóri og fjósameistari Flateyjar á Mýrum taka nú við keflinu en lesendur geta...

Með korn og kýr í haga
Bóndinn 31. maí 2024

Með korn og kýr í haga

Nú kynnast lesendur búskapnum á Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en við ...

Bjartsýnir geitabændur
Bóndinn 17. maí 2024

Bjartsýnir geitabændur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Gilhaga í Öxarfirði, en við gefum Brynjari Þór V...

Starfinu fylgja forréttindi
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Ska...

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...