Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kornsá
Bóndinn 6. janúar 2015

Kornsá

Þórunn og Birgir hófu búskap á jörðinni í kringum 1980 í samstarfi við foreldra Birgis. Um 1990 tóku þau alveg við búrekstrinum.
 
Býli:  Kornsá.
 
Staðsett í sveit:  Fegurstu og veðursælustu sveit landsins, Vatnsdal, A-Hún.
 
Ábúendur: Birgir Gestsson og Þórunn Ragnarsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Við eigum fjögur börn. Svanhildur, Ármann Óli og Kristín eru flutt að heiman en Harpa, sú yngsta, er við nám á Hvanneyri. Tengdabörnin eru þrjú og barnabörnin fjögur.
 
Stærð jarðar? Um 650 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 560 vetrarfóðrað fé, 27 hross og hundurinn Pera.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Þórunn vinnur á Leikskólanum Vallabóli á Húnavöllum. Birgir sinnir hefðbundnum bústörfum eftir árstímum auk þess að keyra sláturfé á haustin.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Heyskapurinn er alltaf skemmtilegur en viðhald á girðingum aldrei skemmtilegt.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Líklega verður hann með svipuðu sniði, fénu gæti fjölgað. Kannski verða fleiri aðilar komnir í búreksturinn.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við höldum að þeir sem sinna þeim málum vinni eftir sinni bestu sannfæringu. Við erum ekki endilega alltaf sammála forystunni.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel en til þess þarf afurðaverð til bænda að hækka.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Eins og er teljum við það vera í skyri og lambakjöti. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og smjör, ásamt ýmsu öðru.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillað lambalæri.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er okkur eftirminnilegt þegar við keyptum 380 lömb eftir riðuniðurskurð og settum í ný fjárhús haustið 1992.

5 myndir:

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...

Reksturinn í góðum höndum
Bóndinn 14. júní 2024

Reksturinn í góðum höndum

Bústjóri og fjósameistari Flateyjar á Mýrum taka nú við keflinu en lesendur geta...

Með korn og kýr í haga
Bóndinn 31. maí 2024

Með korn og kýr í haga

Nú kynnast lesendur búskapnum á Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en við ...

Bjartsýnir geitabændur
Bóndinn 17. maí 2024

Bjartsýnir geitabændur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Gilhaga í Öxarfirði, en við gefum Brynjari Þór V...

Starfinu fylgja forréttindi
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Ska...

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...