Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Lambastaðir
Bóndinn 4. júní 2020

Lambastaðir

Svanhvít og Almar keyptu Lambastaði og fluttu þangað frá Selfossi í byrjun árs 2005 en þá var enginn búskapur á bænum.

Árið 2012 byggðu þau gistihús á jörðinni og sneru sér alfarið að þeim rekstri í framhaldinu.

Býli:  Lambastaðir.

Staðsett í sveit:  Flóahreppi, Árnessýslu.

Ábúendur: Svan­hvít Hermanns­dóttir og Almar Sigurðsson.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum hér tvö og hundurinn Hekla.

Stærð jarðar?  85 ha.

Gerð bús? Ferðaþjónustubýli og hobbíbúskapur.

Fjöldi búfjár og tegundir? 30 ær og 20 hænsni.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Þegar ekki er COVID-19 er fótaferð kl. 7.00 hvern morgun og gengið til starfa við að útbúa morgunmat og síðan taka við þvottar og annað sem þarf að gera varðandi ferðaþjónustuna.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Þetta er allt skemmti­legt nema dagurinn sem lömbin fara í sláturhúsið.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það er best að segja sem minnst um það.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Vonandi er fólk að vakna við það að ,,hollur er heimafenginn baggi“ og við eigum að vera sem mest sjálf okkur nóg.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Egg, súrmjólk, ostur og fullt af ávöxtum og grænmeti.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambahryggurinn er alltaf sígildur.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Á vorin þegar allt vaknar af dvala og lömbin spretta í heiminn hraust og spræk.

Svanhvít og Glódís Hansen í fjárhúsinu.

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...

Reksturinn í góðum höndum
Bóndinn 14. júní 2024

Reksturinn í góðum höndum

Bústjóri og fjósameistari Flateyjar á Mýrum taka nú við keflinu en lesendur geta...

Með korn og kýr í haga
Bóndinn 31. maí 2024

Með korn og kýr í haga

Nú kynnast lesendur búskapnum á Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en við ...

Bjartsýnir geitabændur
Bóndinn 17. maí 2024

Bjartsýnir geitabændur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Gilhaga í Öxarfirði, en við gefum Brynjari Þór V...

Starfinu fylgja forréttindi
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Ska...

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...