Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Neðri-Mýrar
Bóndinn 15. janúar 2015

Neðri-Mýrar

Sindri og Birna keyptu jörðina af fyrri ábúendum árið 2011. 
 
Þau hafa síðan þá unnið að því að auka framleiðslu búsins og bæta aðstöðu, ásamt því að skemmta sér konunglega.
 
Býli:  Neðri-Mýrar.
 
Staðsett í sveit:  Refasveit, Austur-Húnavatnssýslu.
 
Ábúendur: Sindri Bjarnason og Birna Ágústsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra)
Börnin eru fjögur, Tanja Kristín (13 ára), Atli Þór (8 ára), Arnór Ágúst (6 ára) og Heiða Bjarndís (6 mánaða). Þá búa á heimilinu þrír hundar, tíkin Mia og rakkarnir Snati og Kraftur.
 
Stærð jarðar? Um 450 hektarar.
 
Gerð bús? Blandað bú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 30 kýr, tilheyrandi kálfar, 300 kindur og alltof mikið af hrossum.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Hefðbundinn vinnudagur hefst í fjósi, þá er gefið í fjárhúsum og svo haldið til þeirra verka sem eru helst aðkallandi þann daginn. Vinnudeginum lýkur svo eins og hann byrjar, í fjósi og fjárhúsum.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður er skemmtilegastur en girðingavinna þykir leiðinlegust.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Börnin verða næstum farin að sjá um þetta, er það ekki?
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru bara í ágætu horfi.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, ekkert annað hægt en vera bjartsýnn á framtíðina.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Við teljum helstu tækifærin liggja í útflutningi á skyri og lambakjöti. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur, lifrarkæfa, gúrka og hálf krukka af rauðrófum. Hún er reyndar búin að vera þarna mjög lengi.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Nautakjöt og bernaise.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Við höfum ekki búið nógu lengi enn þá til að neitt toppi daginn sem við tókum við.

6 myndir:

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...