Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stóra-Fjarðarhorn og Þrúðardalur
Bóndinn 12. desember 2022

Stóra-Fjarðarhorn og Þrúðardalur

Seinnipart árs 2016 keyptu þau hjónin Ágúst og Guðfinna jarðirnar Stóra- Fjarðarhorn og Þrúðardal og voru flutt þangað 1. desember sama ár. Fyrstu árin fóru í að fjölga fé úr 350 og stækka tún um u.þ.b. helming. Næst hófu þau að fjölga stoðunum undir rekstrinum og hófu holdagriparæktun og garðyrkju. Heppilega var jörðin vel uppbyggð þegar þau tóku við henni og húsnæði til staðar sem mátti aðlaga að stækkandi rekstri.


Býli? Stóra-Fjarðarhorn og Þrúðardalur, í Kollafirði á Ströndum.

Ábúendur? Ágúst Helgi Sigurðsson og Guðfinna Lára Hávarðardóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Við eigum fimm börn: Hávarður Blær, 11 ára, Íris Jökulrós, 10 ára, Vordís Nótt, 7 ára, Veigar Þorri, 2 ára og Hvannar Smári, 1 árs.

Stærð jarðar? Passleg.

Gerð bús? Uppistaðan er sauðfjárrækt en erum líka í nautgriparækt og garðyrkju.

Fjöldi búfjár? Sauðféð er á bilinu 600-700 og nokkrir nautgripir á ýmsum aldri. Þrír fjárhundar.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Flestir dagar byrja á að koma börnum í skólabíl og svo farið í þau verkefni sem liggja fyrir þann daginn, heima eða að heiman. Það er svo allur gangur á því hversu snemma vinnudeginum lýkur en það þarf ekki endilega að vera á sama sólarhring og hann byrjar. Enginn dagur er eins og verkefnin mjög fjölbreytt og taka mið af árstíðum. Á veturna er reynt að saxa á verkefni sem vilja safnast upp á álagstímum og eiga að bíða dauða tímans. Einhvern veginn er alltaf komið vor áður en verkefnalistinn tæmist en þá tekur við jarðvinnsla, sáning, sauðburður, útplöntun og heyskapur. Flesta daga á haustin er eitthvað unnið með fé hvort sem það er að smala eða fjárrag.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegust eru haustverkin í sauðfjárræktinni og að fylgjast með vextinum í görðunum. Við vinnum aldrei leiðinleg verkefni.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Sem fjölbreyttastan og að virði afurðanna verði í meira mæli eftir heima. Ef það er til nóg af einhverju hér þá er það af hugmyndum.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólkurvörur í miklu magni.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Það eru svo margir í heimili að það er vonlaust að koma sér saman um svar. Flestir sættast samt á gott grillkjöt.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Allir dagar eru ævintýri líkastir. Einu sinni sprakk afturdekk á nýjum traktor áður en hægt var að byrja fyrsta vinnudaginn hans. Það var svolítið svekkjandi innlegg í daginn. Svo er það bara hvert einasta markmið sem náðst hefur og fagna litlu sigrunum á leiðinni.

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...