Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Syðri-Grund
Bóndinn 8. október 2015

Syðri-Grund

Árið 2003 tókum við jörðina Syðri-Grund á leigu, upphaflega ætluðum við að kaupa bara bústofninn sem er sauðfé en fengum ekki að flytja hann af jörðinni og rekum við því bú á tveimur jörðum, Hrafnabjörgum sem við keyptum 1998 og Syðri-Grund. Síðan þá höfum við verið að fjölga fénu. 
 
Býli:  Syðri-Grund.
 
Staðsett í sveit:  Í Húnavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu.
 
Ábúendur: Sigurður Árnason og Ólöf Kristín Einarsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Við eigum fjögur börn; Ingimar Axel 1981, Kristrún Huld 1984, Anna Þóra 1989 og Eydís 1995. Gæludýrin eru Skvísa og Skuggi sem eru smalahundarnir á bænum og kettirnir Nala og Keli.
 
Stærð jarðar?  Um það bil 500 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú og hross.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 700 fjár og 36 blóðmerar og nokkur trippi til viðhalds stofninum.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 
Verkin eru breytileg eftir árstímum og alltaf nóg að gera. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður, merarnar kasta, sláttur og smalamennskur þegar vel viðrar er ávallt skemmtilegt, leiðinlegasta sem hægt er að gera er að skafa grindurnar í fjárhúsunum enda er maður kauplaus við það.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það er spurning.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Félagskerfið er í ágætu lagi en bændaforystan er ekki nógu beitt í því að svara nógu hátt þeim árásum sem bændur verða fyrir.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Það fer eftir því hvernig við getum nýtt aukna tollkvóta til Evrópusambandsins og hvernig við stöndumst aukna samkeppni vegna aukins innflutnings á landbúnaðarafurðum.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Hreinleiki afurðanna og lítil lyfjanotkun og ósnortin víðáttan sem t.d. sauðfé og hross alast upp við.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur, ab-mjólk og lýsi.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt í ýmsum útfærslum og Svínavatnssilungur steiktur á pönnu.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við keyptum fyrstu lífgimbrarnar.

5 myndir:

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...

Reksturinn í góðum höndum
Bóndinn 14. júní 2024

Reksturinn í góðum höndum

Bústjóri og fjósameistari Flateyjar á Mýrum taka nú við keflinu en lesendur geta...

Með korn og kýr í haga
Bóndinn 31. maí 2024

Með korn og kýr í haga

Nú kynnast lesendur búskapnum á Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en við ...

Bjartsýnir geitabændur
Bóndinn 17. maí 2024

Bjartsýnir geitabændur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Gilhaga í Öxarfirði, en við gefum Brynjari Þór V...

Starfinu fylgja forréttindi
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Ska...

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...