Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Gísli blómabóndi Jóhannsson í Dalsgarði gægist út á milli fagurra rósa
Gísli blómabóndi Jóhannsson í Dalsgarði gægist út á milli fagurra rósa
Gamalt og gott 2. september 2019

Austurlamb seldi rösk tvö tonn í vefsölu

Bændablaðið greindi frá því í janúar 2004 að Austurlamb hefði selt tvö tonn dilkakjöts eftir sláturtíðina 2003 í gegnum vefinn sinn austurlamb.is, sem þó var undir væntingum og nægði ekki fyrir föstum kostnaði við verkefnið. 

Í fréttinni er rætt við Sigurjón Bjarnason um verkefnið, sem gekk út á að neytendur veldu sér sjálfir frá hvaða bita af lambinu þeir vildu og frá hvaða bæ lambakjötið væri.

Austurlamb starfaði síðan í tíu ár, þangað til en hefur legið niðri síðan 2014 og í nýlegu viðtali Bændablaðsins við Sigurjón upplýsir hann að starfseminni hafi verið formlega hætt. 

„Þetta gekk út á að útvega viðskiptavinum bestu bitana úr bestu skrokkunum sem sérvöru en ekki „bulk“ vöru. Það er dapurt að þessi starfsemi skuli aflögð, en ég hef sjálfur hvorki haft tíma, fjármuni né bakland eða stuðning til að fylgja þessu eftir. Ég er þó enn þeirrar trúar að svona þjónusta sé eitthvað sem fólk er að leita eftir. Þá tel ég líka að þarna sé óplægður akur hvað varðar veitingahús. Til þess þarf þó bakstuðning einhverrar afurðastöðvar sem þær virðast ekki tilbúnar til að veita. Það er því með nokkurri eftirsjá að nú er verið að loka heimasíðu verkefnisins og segja upp léninu www.austurlamb.is,“ sagði Sigurjón í viðtalinu.
 
Á sömu fréttasíðu frá tölublaðinu árið 2004 er greint frá markaðsátaki blómabænda - en það var sett í gang vegna gjaldþrotahrinu sem farið hafði um greinina. 
Verðlaunagripir á kúasýningu
Gamalt og gott 5. apríl 2024

Verðlaunagripir á kúasýningu

Þann 31. ágúst 2002 var haldin kúasýningin Kýr 2002 í Ölfushöllinni. Þan...

Páskaeggjaframleiðslan á fullu
Gamalt og gott 28. mars 2024

Páskaeggjaframleiðslan á fullu

Árið 1979 voru framleidd tæplega fjögur hundruð þúsund páskaegg hérlendis, Íslen...

Mjólkurpóstur á Laugavegi
Gamalt og gott 22. janúar 2024

Mjólkurpóstur á Laugavegi

Mjólkurpóstur á Laugavegi í Reykjavík er myndin titluð og er frá árinu 1949. Þjó...

Heyflutningar
Gamalt og gott 12. desember 2023

Heyflutningar

Í mars það herrans ár 1966 stóðu pallbílar, fullfermdir af heyi við Bændahöllina...

Ullarflíkur frá Álafossi
Gamalt og gott 28. nóvember 2023

Ullarflíkur frá Álafossi

Hér sjást ullarflíkur frá Álafossi. Mynd tekin fyrir búnaðarblaðið Frey árið 198...

Kornskurður á Búlandi
Gamalt og gott 15. nóvember 2023

Kornskurður á Búlandi

Kornskurður á Búlandi í Austur-Landeyjum haustið 1981. Mynd sem birtist í þriðja...

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917
Gamalt og gott 31. október 2023

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917

MR búðin, Mjólkurfélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917 og hefur selt í gegnum...

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“
Gamalt og gott 17. október 2023

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“

Mynd úr safni Bændasamtakanna. Með henni fylgir vélritaður miði sem á stendur: „...