Bændur sýna nýju bókhalds- og upplýsingakerfi mikinn áhuga
Þann 14. janúar 2003 var því slegið upp á forsíðu Bændablaðsins að bændur sýndu nýju bókhalds- og upplýsingakerfi mikinn áhuga. Var þar um að ræða dkBúbót en það hafði farið í sölu tæpu ári áður en þessi frétt var sögð.
Gunnar Guðmundsson, forstöðumaður ráðgjafarsviðs Bændasamtaka Íslands á þessum tíma, sagði í viðtali að viðtökur hefði verið langt umfram væntingar.
Finna má gömul tölublöð Bændablaðsins - allt aftur til ársins 1995 - á vefnum timarit.is.