Byggjum nýja nautastöð
Fyrir tíu árum, í 6. tölublaði árið 2006, var á forsíðu fjallað um byggingu nýrrar nautastöðvar. Á Búnaðarþingi 2006 hafði verið samþykkt að fela stjórn Bændasamtaka Íslands að hraða vinnu við undirbúning á endurnýjun aðstöðu Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands.
Í ályktuninni sagði m.a.: „Unnið verði út frá áliti faghóps BÍ um málið, kannaðir til hlítar þeir kostir sem fyrir liggja með tilliti til kostnaðar, rekstraröryggis og staðsetningar. Málið verði lagt fyrir næsta aðalfund Landssambands kúabænda til umsagnar áður en endanleg ákvörðun verði tekin.“
Nautastöðin á Hesti reis sem kunnugt er um þremur árum síðar.