Eldum íslenskt á Þjóðfundi í Laugardalshöll
Á forsíðu Bændablaðsins 19. nóvember 2009 er stór mynd af meistarakokkunum Guðmundi Guðmundssyni, og Bjarna G. Kristinssyni á Þjóðfundinum sem haldinn var í Laugardalshöll helgina fyrir útgáfu blaðsins.
Það kom í þeirra hlut að elda kjötsúpu ofan í þjóðfundargesti sem voru um 1.500 talsins, en um 500 lítrar af súpu voru lagaðir og notaðir tíu risapottar frá Hótel Sögu - en Bjarni Gunnar var þá yfirmatreiðslumaður þar.
Þjóðfundurinn var haldinn í þeim tilgangi að komast að því hver væru grunngildi íslensku þjóðarinnar og leggja þau til grundvallar nýrrar stjórnarskrá. Var fundurinn undanfari stjórnlagaþings sem síðar var endurskilgreint og nefnt Stjórnlagaráð. Það afhenti síðan forseta Alþingis frumvarp að nýrri stjórnarskrá í Iðnó þann 29. júlí 2011.