Hveitibjór undan Eyjafjöllum og landgræðsluverðlaun
Í Bændablaðinu 11. mars 2010 voru tvær jákvæðar fréttir á síðu 10. Annars vegar var sagt frá nýsköpun í bjórbruggun kornbænda undir Eyjafjöllum og hins vegar evrópskum landgræðsluverðlaunum sem Erlendi Björnssyni, bónda í Seglbúðum í Landbroti, hlotnaðist.
Þórarinn Ólafsson, í Drangshlíð 2, var með þrjár nýjar bjórtegundir sem hann hafði bruggað úr kornafurðum sínum; hveiti og möltuðu byggi.
Erlendur hlaut sín verðlaun fyrir uppgræðslu lands og vistheimt raskaðra vistkerfa á jörð sinni frá 1982. Hann beitti vistfræðilegri nálgun í ræktun sinni, notar mjög litla áburðarskammta á staðargróðurinn og verndar uppgræðslusvæðið fyrir sauðfjárbeit.
Nálgast má þetta tölublað og önnur gömul í gegnum vefinn timarit.is í gegnum tengilinn hér að neðan: